Drenglyndi, hópur foreldra og kennara, vill jafnræði þegar kemur að aðkeyptri fræðslu fyrir nemendur skóla á Akureyri. Í tvö og hálft ár hefur bærinn virt að vettugi jafnræðisreglu og grunnskólalög sem gilda í landinu að mati hópsins.
Drenglyndi fékk lögfræðing til að senda inn kvörtun vegna hugsanlegra brota bæjarins á jafnræðisreglunni gagnvart nemendum.
Í mannréttindastefnu Akureyrar stendur; ,,…Verkefni samfélagsins er að fyrirbyggja með skýrum hætti mismunun hvers konar,…“
Einn kvilli skör ofar, mismunun?
Bæjarstjórnarmenn ákváðu að einn kvilli umfram annan skyldi fá meiri athygli í formi aðkeyptrar fræðslu til barna, starfsmanna bæjarins, skóla, íþróttafélaga og stjórnenda bæjarins. Sá kvilli er upplifunin ónot í eigin skinni. Hagsmuna- og baráttusamtök trans hreyfingarinnar eru með reglulega fræðslu í leik- og grunnskólum um hugmyndafræðina sem styður upplifunina, í þrjú ár.
Frætt er um trans hugmyndafræðina sem runnin er undan rifjum póstmódernisma, en þróunarlíffræðingurinn Richard Dawkins segir hugmyndirnar skaðlegar og skýri tísku fyrir þeim ósannindum að kyn sé róf.
Í nýrri bók segir þróunarlíffræðingurinn að vísindalegur sannleikur verði að sigra ,,persónulegar tilfinningar“ og heldur því fram að akademískar stofnanir verði að verja staðreyndir umfram tilfinningar.
Geta foreldrar skólabarna á Akureyri ekki farið fram á það sama? Að tilfinningar verði látnar víkja fyrir vísindalegum staðreyndum og sannleik?
Þróunarlíffræðingurinn bendir líka á, að hvorki pólitík né persónulegar tilfinningar hafi áhrif á vísindalegan sannleika og af hverju það viðgengst þarf að skýra. Richard Dawkins hefur áhyggjur af niðurrifum vísindalegs sannleiks og undir það tekur Drenglyndi þegar horft er til skólastarfsins á Akureyri.
Drenglyndi undrast að fullorðinn einstaklingur geti sagt barni, jafnvel andlega óstöðugu barni, að það sé ekki í réttum líkama. Hvað gerir það sálinni. Hvaða fræjum er sáð í sál sem berst við sjálfsmyndavanda, vitandi að líkamanum verði ekki skipt út.
Hilmar Kristinsson guðfræðingur segir í grein á Fréttin.is, ,,Hvers vegna ættum við að leyfa þeim [Samtökin 78 og kynjafræðin] að móta huga barnanna okkar, ef þau geta ekki svarað einfaldri spurningu: Hvaðan koma gildin?“ Hafa stjórnendur bæjarins vitneskju um hvaðan gildin koma sem samtökin boða? Þekkja þeir bakgrunn og hugsunina á bak við trans hugmyndafræðina?
Hvað með þessi börn
Börn líða af alls konar kvillum. Má þar nefna einhverfu, offitu, kvíða, þunglyndi, geðröskun, fötluð börn, börn með þroskaskerðingu, ADHD, sykursýki, hjartagöllum og svona mætti lengi telja.
Einn hópur er meira vanræktur en aðrir, það eru börn sem búa hjá foreldrum með geðrænan vanda sem veldur börnunum margvíslegum erfiðleikum. Talið er að eitt af hverjum fimm börnum búi við þessar aðstæður samkvæmt tölum frá Okkar heimur.
Hafa bæjarstjórnarmenn lagt sig í líma við að fræða með markvissum og reglubundnum hætti, yfir þriggja ára tímabil, um alla þessa kvilla og nota til þess nokkrar milljónir í hvern og einn?
Fleiri hagsmundasamtök gætu þegið aðgengi og fjármagn
Okkar heimur, baráttu og hagsmunasamtök barns sem búa hjá foreldrum með geðrænan vanda, myndi ábyggilega koma reglulega inn í skólana og á starfsmannafundi til að fræða starfsmenn. Líka inn í íþróttahreyfinguna. Fyrir nokkrar milljónir.
Félag offitusjúklinga myndu líka fyrir nokkrar milljónir halda úti fræðslu til þriggja ára fyrir nemendur og starfsmenn bæjarins. Sennilega líka fyrir yfirmenn.
ADHD hagsmunasamtökin létu sitt ábyggilega ekki eftir liggja fyrir nokkrar milljónir að fræða skólabörn og aðra reglulega um athyglisbrest og ofvirkni. Mörg börn glíma við þessa röskun, mismikið þó.
Þroskahjálp, sem er baráttu og hagsmunasamtök fyrir fólk með þroskaskerðingu, mæta án efa fyrir nokkrar milljónir. Þeir myndu setja sig í spor fræðara og fræða nemendur um þroskaskerðingar og afleiðingar þeirra á líf einstaklinganna.
Öll þessi samtök myndu fræða börn og fullorðna um hvernig á að tala við fólkið, koma fram við það og jafnvel dreifa táknum sem hægt er að hafa um allt í nafni fjölbreytileikans.
Svona mætti lengi telja. Þau eru mörg hagsmuna- og baráttusamtökin sem þurfa fjárstuðning og gætu ábyggilega hugsað sér að koma með fræðslu gegn góðu gjaldi frá Akureyrarbæ.
Drenglyndi fer fram á að bæjarstjórnarmenn láti af þessari mismunun við skólabörn.
Vakin er athygli á, að óskað var eftir birtingu greinarinnar í heimablaði hópsins, Akureyri.net en fékkst ekki birt.
Fyrir hönd Drenglyndis,
Helga Dögg Sverrisdóttir