Jólunum er borgið! Verkfalli flugvirkja frestað eftir að samningar náðust

Jólunum er borgið. Samningar náðust í kjaradeilu flugvirkja Icelandair í nótt og verkfalli hefur verið frestað í fjórar vikur. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Verkfall flugvirkja Icelandair hófst á sunnudag og hafði valdið miklum röskunum á flugum til og frá landinu. Bæði Icelandair og flugvirkjar höfðu verið gagnrýnd af farþegum, Icelandair fyrir að semja ekki við flugvirkja fyrr en samningar voru lausir í ágúst og flugvirkjar fyrir að velja þessa tímasetningu til að fara í verkfall.

Auglýsing

Gunnar Rúnar Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, segist í samtali við RÚV vera sáttur við samninginn. „Báðir aðila þurftu að gefa eitthvað eftir af sínum kröfum og á endanum mættust menn á einhverjum miðjupunktim“ segir hann.

Það næsta sem gerist er að samningurinn verður kynntur félagsmönnum sem greiða svo um hann atkvæði. Í fréttt RÚV kemur fram að kosning um samninginn fari mögulega ekki fram fyrr en eftir áramót.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing