Örskýring: Hvernig tóku formenn flokkanna fjögurra í tilboð Pírata og um hvað snýst það?

Array

Um hvað snýst málið?

Píratar hafa boðið Vinstri grænum, Samfylkingu, Bjartri framtíð og Viðreisn að hefja strax formlegar viðræður um ríkistjórnarsamstarf.

Flokkurinn vill geta lagt fram drög að stjórnarsáttmála áður en þjóðin gengur til kosninga.

Stjórnarsáttmáli sem ríkisstjórnarflokkarnir gera sín á milli eftir kosningar. Sáttmálinn inniheldur áherslur og verkefni ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu.

Hvað er búið að gerast?

Samfylkingin og Vinstri græn taka hugmyndinni með opnum huga. Efasemda gætir hjá Viðreisn og Bjartri framtíð.

Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur þegar mælt sér mót við Pírata.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn lengi hafa talað fyrir ríkisstjórn núverandi stjórnarandstöðu.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segist til í viðræður en ekki fyrr en eftir kosningar.

Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir hugmyndina koma of seint fram enda séu aðeins þrettán daga til kosninga.

Ríkisstjórnarflokkunum tveimur, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, er ekki boðið til viðræðnanna.

Forseti Íslands veitir flokki eða flokkum stjórnarmyndunarumboð eftir kosningar.

Forseti afhendir þá þeim formanni stjórnmálaflokks sem hann telur líklegastan til að geta myndað ríkistjórn umboð. Þá hefur formaðurinn stjórnarmyndunarviðræður en mistakist þær lætur hann umboðið af hendi. Forseti færir það þá næsta formanni og svo koll af kolli eins og þörf krefur.

Hvað gerist næst?

Píratar ætla að skila skýrslu um viðræðurnar til kjósenda 27. október, tveimur dögum fyrir kosningar.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram