Stirðir strákar stunda líka jóga: „Ég hef alltaf sagt að ég er allt of feitur og ég kann engar stöður“

Jóga fyrir stirða stráka er námskeið sem haldið er í Yoga Shala í Reykjavík. Námskeiðið sem er undir leiðsögn Tómasar Odds Eiríkssonar er ætlað karlmönnum á öllum aldri. Útsendari Nútímans fékk að fræðast aðeins um námskeiðið. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Það er alveg ljóst að það er mikil eftirspurn og þörf hjá íslenskum karlmönnum til að koma og iðka jóga,“ segir Tómas Oddur. Hann segir þetta snúast um að skapa rétta grundvöllinn fyrir karlmenn. 

Auglýsing

Freyr Rögnvaldsson fékk námskeiðið í gjöf frá tengdaforeldrum sínum en hann hafði lengi langað að prófa. „Ég hef alltaf sagt, ég er allt of feitur, ég kann engar stöður og þetta er tómt rugl. Ég mun bara prumpa eða eitthvað álíka,“ segir Freyr hreinskilinn en hann finnur mikinn mun á sér eftir að hann tók af skarið.

„Ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast, hvort það yrðu allir í geggjuðu formi og í einhverjum rándýrum jóga-fötum en þetta eru bara allskonar strákar,“ segir Freyr.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing