Söngkeppni Landsbankans, hið árlega Lídol, var haldið í Laugardalshöllinni á laugardagskvöld. Þróunar- og mannauðssvið vann keppnina með stórkostlegum flutningi starfsþróunarstjórans Bergþóru Sigurðardóttur á laginu Holding Out for a Hero, sem Bonnie Tyler gerði frægt. Keppnin var haldin að loknum starfsdegi Landsbankans og var glæsileg í alla staði. Selma Björnsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir og Guðmundur Pálsson úr […]
Ólafur Ragnar hitti Hillary Clinton
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hitti Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á ráðstefnunni Clinton Global Initiative í New York um helgina. Á vef forsetans kemur fram að Ólafur verður meðal frummælenda á ráðstefnunni í sérstökum málstofum um nýtingu hreinnar orku í þágu sjálfbærni og efnahagsþróunar og um hvernig áföll og kreppur geta leitt til nýsköpunar og […]
Reðasafnið vill lim Orra frá Þúfu
Hið íslenzka reðasafn vill fá lim stóðhestsins Orra frá Þúfu, sem var felldur á dögunum. Hjörtur Gísli Sigurðsson segist ætla að setja allt á fullt og athuga hvort möguleikinn á að hafa lim Orra til sýnis á safninu sé fyrir hendi: Það væri gaman að fá svona frægt eintak. Og vel notað. Þetta var mikill gæðagripur. […]
Þorvaldur Davíð átti að fá hlutverk Gillz
Svartur á leik er á meðal aðsóknarmestu kvikmynda Íslandssögunnar. 60 þúsund manns sáu myndina eftir að hún var frumsýnd árið 2012. Þorvaldur Davíð fer með hlutverk Stebba Psycho í myndinni. Þrátt fyrir að Stefán Máni, höfundar sögunnar, hafi alltaf séð hann fyrir sér í því hlutverki stóð það ekki alltaf til. Þorvaldur sagði frá í […]
Svakalegt rothögg Birgis í Wales
Þrír íslenskir bardagamenn úr Mjölni börðust á laugardagskvöld á Shinobi MMA bardagakvöldinu í Wales. Birgir Örn Tómasson sigraði sinn bardaga með svakalegu rothöggi sem sjá má hér: Birgir var einmitt búinn að spá því í samtali við MMA fréttir að hann myndi klára bardagann með beinni hægri eða hægri króki. Hann var verðlaunaður fyrir rothögg kvöldsins og […]
Ófeigur gengur aftur var sett á Youtube
„Nú eru við völd stjórnmálaöfl sem almennt gera eignarréttinum hátt undir höfði. Á því er þessi eina undantekning: það má stela kvikmyndum og tónlist. Er nú ekki kominn tími til að gera eitthvað í þessu? Öll viljum við frelsi til sem flestra hluta, en hingað til höfum við ekki samþykkt frelsi til lögbrota,“ segir leikstjórinn […]
Gaf Þorvaldi viðbótarstyrk úr eigin vasa útaf kreppunni
Eins og greint hefur verið frá þá fékk leikarinn Þorvaldur Davíð námsstyrk frá sjóði sem Robin Williams heitinn setti á fót. Þorvaldur Davíð fékk styrkinn árið 2009 og þurfti því ekki að greiða skólagjöld síðustu tvö árin sín við leiklistardeild Julliard háskóla í New York. Þorvaldur Davíð var í viðtali í þættinum Fókus á Stöð 2 í […]
Emma Watson við karlmenn: „Jafnrétti kynjanna er líka ykkar mál“
„Það er kominn tími til að við lítum á kynin sem hluta af sama litrófinu í staðinn fyrir tvær andstæðar fylkingar. Við ættum að hætta að skilgreina okkur eftir því sem við erum ekki og byrja að skilgreina okkur eftir því sem við erum.“ Þetta sagði leikkonan Emma Watson í opnunarræðu á ráðstefnu sem markaði […]
Máni lætur stuðningsfólk Stjörnunnar heyra það
„Jæja, kæru stuðningsmenn Stjörnunnar. Nú er kominn tími til að halda kjafti!“ Svona hefjast skilaboð útvarpsmannsins Mána Péturssonar á Facebook til stuðningsfólks Stjörnunnar í fótbolta. Uppfært kl. 22.54: Árétting frá Mána: Skilaboðin voru ætluð hinum almenna stuðningsmanni Stjörnunnar, en ekki Silfurskeiðinni eins og kom fyrst fram í fyrirsögn fréttarinnar. Stjarnan er sem stendur í öðru […]
Arna Bára með 563 þúsund like á Facebook
Fleiri en 563 þúsund manns hafa líkað við síðu fyrirsætunnar Örnu Báru Karlsdóttur á Facebook. Af Íslendingum eiga aðeins Björk, Sigur Rós og Of Monsters and Men fleiri aðdáendur á Facebook, samkvæmt lauslegri úttekt Nútímans. Til samanburðar þá hafa 388 þúsund manns líkað við spurningaleikinn QuizUp frá Plain Vanilla. Arna Bára hefur setið fyrir á vegum tímaritsins Playboy […]