Hluthafaspjallið | Einstaklingum sem eiga hlutabréf í kauphöllinni fjölgaði um 50%

Hluthafaspjallið

Einstaklingum sem eiga bréf í skráðum hlutafélögum í Kauphöll Íslands fjölgaði um 50% við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í samtali við Magnús Harðarsson forstjóra Kauphallarinnar við umsjónarmenn Hluthafaspjallsins. Við útboðið fjölgaði þeim einstaklingum sem eiga bréf í kauphöllinni um 15.000. Við Íslendingar eigum þó langt í land með því að ná Svíum þar sem um fjórðungur landsmanna eiga hlutabréf. Hér var þetta hlutfall um 8% en fer upp í að verða 12% að sögn Magnúsar. Ljóst er því að sala Íslandsbanka hefur mikil áhrif á þróun mála í Kauphöll Íslands.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á brotkast.is/askrift

- Auglýsing -