Hluthafaspjallið
Það eru að dragast upp efnahagsleg óveðurský á Íslandi. Við þurfum ekki lengur að hafa aðeins áhyggjur af háum stýri- og raunvöxtum og skattaglaðri og útgjaldasamri ríkisstjórn. Nú kemur fleira til, fall Play og óvissa í ferðaþjónustunni, lokun álvers Norðuráls og áhrif skattahækkana ríkisstjórnarinnar. Ritstjórarnir, þeir Jón G. Hauksson og Sigurður Már Jónsson, rýna í Kauphöllina og efnahagslífið eins og þeim einum er lagið. Þeir hafa talað um hausthækkanir í kauphöllinni en þær standa á sér og menn eru farnir að óttast samdrátt í hagkerfinu og þó að forsætisráðherra tali um verðmætasköpunarhaust talar Morgunblaðið um „vetur í verðmætasköpun.“
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á brotkast.is/askrift
