Spjallið með Frosta Logasyni | Benedikt Bogason samþykkti allar símhleranir

https://www.youtube.com/watch?v=5OIg5QlgAgs

Spjallið með Frosta Logasyni

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann ræðir meðal annars í þessu viðtali um dómsmál á árunum 2008 til 2012, en þá fengu íslenskir dómstólar alls 875 beiðnir um símhleranir frá saksóknara- og lögreglustjóraembættum landsins. Af þeim voru veittar 867 heimildir sem hlýtur að teljast bæði óeðlilegt og grunsamlega hátt hlutfall. Núverandi forseti hæstaréttar, Benedikt Bogason, var þá dómari við héraðsdóm Vesturlands og virtist hann á þessum tíma fúsastur allra dómara til að veita slíkar heimildir. Jón Steinar bendir líka á að rannsakendur brutu ekki einungis lög þegar þeir hleruðu samtöl sakborninga við verjendur sína heldur einnig þegar þeir hlustuðu á símtöl sakborninga eftir að þeim hafi verið tilkynnt að þeir þyrftu ekki að svara spurningum lögreglu.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á brotkast.is/askrift

- Auglýsing -