Spjallið með Frosta Logasyni | Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsmála rúinn öllu trausti

Spjallið með Frosta Logasyni

Páll Melsted, doktor í stærðfræði og Jóhanna Jakobsdóttir, doktor í líftölfræði eru nýjustu gestir Spjallsins með Frosta Logasyni. Þau eru foreldrar barna í íþróttafélaginu Aþenu og þekkja vel til starfa körfuknattleiksþjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar. Í þessu viðtali ræða þau meðal annars um skýrslu sem samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála vann um þjálfunaraðferðir Brynjars Karls. Þau segja fræðileg vinnubrögð skýrslunnar fá algjöra falleinkun og telja ljóst að hún hafi í raun og veru verið pöntuð af Íþróttasambandi Íslands til þess að koma höggi á Brynjar Karl. Þá segja þau skýrsluna rýra allan trúverðugleika samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála og hafa farið fram á að Barna- og menntamálaráðuneytið geri úttekt embættinu og vinnubrögðum þess.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á brotkast.is/askrift

- Auglýsing -