Spjallið með Frosta Logasyni
Sigurður Þórðarson segir frá því hvernig starfsmenn sérstaks saksóknara hafi fengið hann til að afla gagna og framkvæma afritanir úr tölvukerfum hinna ýmsu fyrirtækja á árunum eftir hrun, aðgerðir sem aldrei höfðu verið heimilaðar með dómsúrskurðum. Þá segir hann að þegar hann var síðar kærður og handtekinn, grunaður um að hafa stolið gögnum frá fjárfestingarfélaginu Milestone hafi hann fundað með Grími Grímssyni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um hvernig þeir gætu hagað yfirheyrslum yfir honum þannig að ekki kæmist upp um samstarf þeirra. Þá segir hann að hann hafi fengið vilyrði frá embættismönnum sérstaks saksóknara um að kæran gegn honum vegna Milestone þjófnaðarins yrði aldrei að neinu.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á brotkast.is/askrift