Tuttugasta útgáfa knattspyrnuþáttar almúgans er komin í loftið.
Í þessum þætti ræða þau Örvar, Björn og Hrafnhildur tómu áhorfendastúkurnar í Úkraínu, hlutverk þjóðsöngva í knattspyrnu, rétt íþróttafólks til að mótmæla, Skúlason hátíðina í Pieve di Cento og 453 milljón króna evrópu-gullkistu KSÍ. Ragnar Hansson upptökustjóri þáttarins fær þá flugu í hausinn að gera kvikmynd um ævihlaup austurríska knattspyrnumannsins Matthias Sindelar og að lokum spekúlera þáttarstjórnendur í spilin fyrir stórleik helgarinnar í enskri knattspyrnu.
Twitter:
Örvar Smárason: @orvarsmarason
Björn Teitsson: @bjornteits
Hrafnhildur Agnarsdóttir: @hreffie
Sjá einnig: Hvað er Alvarpið og hvernig hlusta ég?