Arnar Þór Jónsson gagnrýnir skort á gagnrýnni hugsun og meðvirkni almennings

Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, birti í dag harðorða færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann gagnrýnir aðgerðaleysi og meðvirkni almennings gagnvart því sem hann kallar sóun skattfjár, spillingu og blekkingar stjórnvalda.

„Fólk sættir sig andmælalaust við að verja helmingi okkar dýrmæta tíma og starfsorku í vinnu fyrir hið opinbera sem sólundar svo stærstum hluta peninganna, m.a. til vopnakaupa fyrir aðrar þjóðir,“ skrifar Arnar Þór og bendir á að löggæsla innanlands sé á sama tíma fjársvelt og vanrækt.

Auglýsing

Í færslunni gagnrýnir hann einnig bólusetningarstefnu stjórnvalda á tímum COVID-19 og segir að yfir 90% fullorðinna hafi „látið sprauta sig aftur og aftur með efnakokteil sem veitti litla sem enga vörn og hefur framkallað alls kyns aukaverkanir og heilsutjón.“

Arnar Þór vísar til sögunnar af Sókratesi til að undirstrika mikilvægi gagnrýninnar hugsunar og spurninga.

Hann bendir á að Sókrates hafi verið dæmdur til dauða fyrir að spyrja valdhafa gagnrýnna spurninga og setur þá ályktun fram að þöggun, meðvirkni og undirlægjuháttur séu orðin ráðandi viðhorf í nútímasamfélagi.

Færslu sinni lýkur hann með orðunum: „Kannski er best að vera eins og allir aðrir: Sætta sig við svikin loforð, blekkingar, fals og óheilindi. Og þó.“

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing