Diljá Mist segir jafnlaunavottun vera „beinlínis skaðlega“

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, flutti nýlega ræðu þar sem hún kallar eftir að skylda vegna jafnlaunavottunar sé afnumin og gagnrýndi aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem hún segir ekki duga til að létta byrðum af atvinnulífinu.

Í færslu á samfélagsmiðlum lýsti hún yfir að jafnlaunavottun hefði reynst skaðleg og í sumum tilfellum jafnvel stuðlað að því að halda launum niðri frekar en að stuðla að jafnrétti.

Auglýsing

„Þetta kerfi hefur sýnt sig að vera ekki bara óþarft, heldur beinlínis skaðlegt,“ skrifaði Diljá.

Hún gagnrýndi sérstaklega Viðreisn fyrir að hafa átt frumkvæði að innleiðingu vottunarkerfisins og sagðist vilja að ríkisstjórnin gerði „alvöru átak“ í að létta reglubyrðum af fyrirtækjum.

„Dyggðaskreyting jafnlaunavottunar ætti að vera valkvæð en ekki skylda,“ sagði hún í þingræðu sinni.

Samkvæmt þingmanninum virtust flestir í þingsal sammála um nauðsyn þess að breyta kerfinu. Nú sé komið að ríkisstjórninni að sýna í verki vilja sinn til að stuðla að einfaldara regluverki fyrir atvinnulífið.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing