Brynjar Barkarson, betur þekktur sem „Lil Binni“ úr hljómsveitinni Club Dub, hefur verið í eldlínunni síðustu vikur eftir að umdeild ummæli hans um íslam vöktu mikla reiði og leiddu til þess að grunnskólar afbókuðu hljómsveitina af böllum.
Hann sagði meðal annars að múslimar væru „komnir til að sjúga kerfið þurrt, nauðga og rífa kjaft“ og hvatti fylgjendur sína til að „losna við þetta lið.“
Ummælin leiddu til gagnrýni frá tónlistarfólki, foreldrum og Samfés, sem lýsti yfir stuðningi við ákvörðun skólanna.
Ég er með þykkan skráp
Í kjölfarið mætti Brynjar í hlaðvarpsþátt Þórarins Hjartarsonar, Ein pæling, þar sem hann ræddi opinskátt um gagnrýnina sem hann hefur sætt, um stöðu unga fólksins í samfélaginu, og um það sem hann segir vera kjarna málsins: ást, vernd og virðingu gagnvart stelpum landsins.
„Ég er með þykkan skráp,“ sagði Binni og bætti við að hann geri sér fulla grein fyrir því að ekki allir myndu þola það sama og hann hefur þurft að ganga í gegnum. „Ég myndi alveg elska að það væri einhver annar [sem tæki á sig skot], en það er bara ekki þolinmæði.“
Í þættinum viðurkenndi hann að hann væri tilbúinn að „deyja fyrir stelpurnar mínar“, og segir að það sé hluti af þeirri ást og vernd sem hann upplifi gagnvart konunum í lífi sínu.
„Það eiga allir stelpur í lífinu, systur, mömmur, vinkonur, dætur. Og við viljum passa upp á stelpurnar okkar.“
„Það sem gerir þetta land þess virði að berjast fyrir“
Binni gagnrýndi einnig það sem hann kallaði skerta tengingu ákveðinna hópa við raunveruleikann.
„Þótt að margir sem eru svona æðislega góðir, búa kannski í Vesturbænum og keyra eina leið í Borgartúnið og aftur heim, og eru kannski ekki sérstaklega tengdir því hvað samfélagið er að finna fyrir hérna, þá eru flestir sem hafa af eigin reynslu séð hættuna sem er yfirvofandi og hafa bara raunverulegar áhyggjur.“
Þótt hann viðurkenni að orð hans hafi vakið upp hörð viðbrögð, segir Binni að hann tali út frá tilfinningum og veruleika sem hann upplifi: „Þessar stelpur, sem eru svo miklar tilfinningaverur og geta sýnt mikla alúð og ást – þær gera þetta land þess virði að berjast fyrir. Þær fá ekki annað en ást, bara respektfúlí, Nú tökum við við.“
#423 Lil Binni – „Ég myndi deyja fyrir stelpurnar sem vilja cancela mér“
Nýr þáttur kominn út á https://t.co/iwUyvb0atI
Hér er endirinn á þættinum. pic.twitter.com/6woX0Q52zN
— Thorarinn Hjartarson (@TotiHjartar) May 26, 2025