Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað nýja forsetatilskipun sem kveður á um stofnun „National Center for Warrior Independence“ á landsvæði í eigu ríkisins í Los Angeles.
Markmið miðstöðvarinnar er að veita heimilislausum hermönnum aðgang að húsnæði, heilbrigðisþjónustu, endurhæfingu og stuðningi til að ná aftur sjálfstæði og virkni í samfélaginu.
Í tilskipuninni kemur fram að sérstök áhersla verði lögð á að endurreisa getu svæðisins til að hýsa allt að 6.000 hermenn fyrir 1. janúar 2028.
Framkvæmdaáætlun skal liggja fyrir innan 120 daga
Forsetinn fordæmir fyrri ríkisstjórn fyrir að hafa brugðist hermönnum, meðal annars með því að leigja út hluta landsins til einkaaðila á undirverði en þessir einkaaðilar leigðu það svo áfram, meðal annars undir ólöglega innflytjendur.
Á meðal atriða í tilskipuninni er að:
• Fjármunum sem áður fóru í þjónustu við ólöglega innflytjendur verði í staðinn beint að uppbyggingu og rekstri miðstöðvarinnar.
• Unnið verði að því að veita heimilislausum hermönnum um allt land flutningsaðstoð og þjónustu til að nýta sér miðstöðina.
• Húsnæðið verði nýtt í samstarfi við sveitarfélög og húsnæðisráðherra til að styðja hermenn.
• Vanræksla og misferli innan Veteran Affairs verði rannsökuð og starfsfólk sem hlaut aftur ráðningu og launagreiðslur eftir brottrekstur undir fyrri stjórn verði skoðað sérstaklega.
Trump lýsti verkefninu sem „leiðréttingu á áralangri vanrækslu“ og sagðist ætla að setja bandaríska hermenn í forgang fram yfir ólöglega innflytjendur: „Við ætlum ekki lengur að hýsa og fæða fólk sem er hér ólöglega á meðan okkar eigin hetjur sofa á götunni.“