Flóttamaður frá Sómalíu sakaður um að hafa misnotað 9 ára tvíbura í miðri brúðkaupsveislu

Rétthöld eru nú í gangi þar sem Mahamad A., 28 ára flóttamaður frá Sómalíu, er sakaður um gróft kynferðisbrot gegn tveimur níu ára gömlum börnum – tvíburum – sem áttu sér stað inni á heimili þeirra að kvöldi til meðan brúðkaupsveisla foreldra þeirra stóð yfir.

Brotið átti sér stað í Darnstadt í Þýskalandi og samkvæmt ákærunni braust Mahamad A. inn í húsið um klukkan 23:00 þann 5. október 2024, þegar um 30 gestir voru að skemmta sér á neðri hæðinni.

Fór inn í herbergi barnanna

Auglýsing

Hann fór óséður upp á efri hæð hússins þar sem börnin Ben og Marie (nöfnum breytt) sváfu í herbergjum sínum.

Saksóknarinn Dominik van Gember lýsti því fyrir dómi að Mahamad hafi fyrst farið inn í herbergi Ben, afklætt sig og reynt að draga niður náttbuxur hans.

Drengurinn vaknaði hræddur og hljóp til móður sinnar, læknisins Elke H., sem hélt fyrst að hann væri að dreyma og lagði hann aftur í rúmið.

Stuttu síðar kom Marie inn í herbergið, nánast nakin nema fyrir nærbuxur. Móðirin fór með hana á baðherbergið, en þá kallaði Ben aftur: „Hjálp, hjálp, það er einhver hér!“

Mahamad hafði þá aftur laumað sér inn í herbergi drengsins.

Lögreglukona yfirbugaði manninn

Gestur í veislunni, reyndist vera lögreglukona og hún yfirbugaði manninn og hélt honum þar til lögregla kom á staðinn.

Hann var handtekinn með tvo bangs á sér, sem tilheyrðu börnunum, en hann sagðist síðar hafa ætlað að færa stjúpsyni sínum.

Mahamad A. hefur búið í Þýskalandi frá árinu 2017 og starfaði tímabundið sem lyftaramaður.

Hann neitaði sök í fyrstu yfirheyrsluen fyrir dómi viðurkenndi hann innbrot, en kvaðst ekkert muna um sjálfa misnotkunina.

Réttarhöldin eru enn í gangi og munum við uppfæra fréttina þegar dæmt verður í málinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing