Foreldrar í Efra-Breiðholti ósáttir við ákvörðun borgarinnar – Undirskriftalisti fyrir Aþenu

Segja börn og ungmenni vera skilin eftir

Foreldrar barna sem æfa hjá íþróttafélaginu Aþenu í Efra-Breiðholti lýsa mikilli reiði og vonbrigðum með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hafna áframhaldandi samningi við félagið.

Aþena hefur haft aðstöðu í íþróttahúsinu við Austurberg, en borgin hyggst nú fela starfsemina undir annað félag, Leikni.

Auglýsing

„Við foreldrar erum brjál,“ segir í skilaboðum sem dreifst hafa meðal stuðningsfólks.

Þar kemur fram að borgin vilji ekki eiga í beinum samskiptum við Aþenu, þar sem félagið sé talið „óþægilegt“.

Í stað þess að semja við Aþenu vilji borgin fela starfsemina undir Leikni, til að forðast samstarf.

Skora á borgaryfirvöld að endurskoða málið

Í gangi er undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem skorað er á borgaryfirvöld að gera áframhaldandi samning við Aþenu íþróttafélag, þar með talið að félagið fái áfram að nýta kjallara íþróttahússins við Austurberg fyrir sína starfsemi. Þar segir:

„Þar sem einstakur árangur hefur náðst við að virkja ungmenni í Efra-Breiðholti skorum við á borgaryfirvöld að gera áframhaldandi samning um rekstur íþróttahússins við Austurberg í nafni Aþenu íþróttafélags.“

„Við ætlum að búa til sterkar stúlkur“

Í frekari skilaboðum frá foreldrum kemur fram að þau vilji snúa baki við því sem þau kalla fórnarlambsvæðingu kvenna og í stað þess leggja áherslu á að efla stelpur til styrks og sjálfstæðis.

Þau líta á Aþenu sem mikilvægan vettvang fyrir slíkt starf.

Hægt er að skrifa undir listann hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing