Forseti Íslands vitnar í Maó formann og dómsmálaráðherra fyllist stolti

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, vitnaði í byltingarleiðtogann Maó Zedong í ávarpi sínu á alþjóðlegri ráðstefnu um jafnréttismál sem fram fer í Peking á vegum kínverskra stjórnvalda og UN Women.

Í ræðu sinni sagði forsetinn meðal annars:

Auglýsing

„Maó Zedong, formaður, sagði eitt sinn: Konur halda uppi helmingi himinsins. Nú um stundir verðum við að ganga skrefinu lengra og bæta við: Í heimi þar sem ójafnvægi ríkir hafa konur styrk til að lækna, visku til að vísa veginn og hugrekki til að ýta undir þær breytingar sem eru aðkallandi.“

Í ræðunni lagði forsetinn áherslu á að brýnt væri að endurnýja framtíðarsýn Peking-yfirlýsingarinnar frá árinu 1995 og efla baráttuna fyrir jafnrétti kynjanna.

Dómsmálaráðherra hrósar forseta

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sat fund forseta Íslands með kínverska forsetanum Xi Jinping í Alþýðuhöllinni í Beijing í morgun.

Hún lýsti mikilli ánægju með framgöngu forsetans og sagði:
„Það þarf enginn að efast um afstöðu Íslands, og afstaða Íslands er sú sama erlendis og hún er heima, og ég verð að segja að ég var mjög stolt af því hvernig forseti talaði.“

Þorbjörg bætti við að Halla Tómasdóttir hefði verið „mjög skýr“ á fundinum, meðal annars varðandi afstöðu Íslands til innrásar Rússa í Úkraínu og mannréttindamála almennt.

Hver var Maó Zedong?

Maó Zedong var formaður kínverska kommúnistaflokksins og leiðtogi Kína frá 1949 til dauðadags 1976.

Hann stóð fyrir umfangsmiklum herferðum sem kostuðu milljónir manna lífið, þar á meðal því sem kallað var „Stóra stökkið fram á við“ (The Great Leap Forward).

Sagnfræðingar meta að stjórnartíð Maós hafi leitt til dauða allt að 40 til 60 milljóna Kínverja vegna hungursneyða, aftaka og pólitískra hreinsana.

Því vekur athygli að íslenskur þjóðhöfðingi skuli vitna í orð hans á opinberri ráðstefnu sem haldin er á vegum kínverskra stjórnvalda.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing