Gad Saad kallar blaðamann DV ‘hálfvita’ og skorar á hann í rökræður

Dr. Gad Saad, prófessor og höfundur bókarinnar The Parasitic Mind, var nýjasti gestur Frosta Logasonar í Spjallinu.

Saad, sem hefur lengi verið í fararbroddi gagnrýni á svokallaða woke hugmyndafræði, heimsækir Ísland í júní.

Hinn vinsæli fyrirlesari Dr. Gad Saad kemur til Íslands

Auglýsing

 

Íslenskir fjölmiðlar hafa þegar birt neikvæða umfjöllun um hann og kallað hann meðal annars „umdeildan fræðimann“ og „versta síonistann á netinu“.

Þess má geta að blaðamaður DV segir aðra hafa kalla Saad þessa hluti án þess þó að vísa í neinn tiltekinn þráð.

„Þessi blaðamaður er hálfviti“ – Saad sparar ekki orðin

Þegar Frosti vitnaði í grein eftir íslenskan blaðamann þar sem Saad var gagnrýndur harkalega, brást hann við með beinskeyttum hætti.

„Þessi blaðamaður er hálfviti,“ sagði hann. „Umhyggja er góð, en hægt er ð hafa of mikið af henni. Það ætti jafnvel þriggja daga gamall hvolpur að skilja.“

„Ég  þori að veðja að á venjulegum mánudagsmorgni geri ég meira fyrir réttindi kvenna en þessi hálfviti gerir yfir alla sína ævi“

Saad líkti hugmyndinni um „suicidal empathy“ við siðferðislega blindu og nefndi dæmi frá Noregi þar sem fórnarlamb nauðgunar fann til með árásarmanni sínum og vildi ekki að hann yrði fluttur úr landi vegna erfiðleika sem myndu bíða hans í heimalandi sínu, sem Saad sagði vera óeðlilegt og beinlínis hættulegt því mannskepnan væri ekki gerð til þess að hafa samúð með nauðgara sínum.

„Ég geri meira fyrir konur á mánudagsmorgni en þessi hálfviti yfir ævina“

Einn helsti hluti gagnrýninnar laut að meintum ummælum Saads um konur.

Hann svaraði því af fullri hörku og sagði:
„Ég  þori að veðja að á venjulegum mánudagsmorgni geri ég meira fyrir réttindi kvenna en þessi hálfviti gerir yfir alla sína ævi.“

Hann sagði sig verja konur gegn kynferðisofbeldi, gegn því að þurfa að deila búningsklefum með líffræðilegum körlum, og gegn því að þurfa að keppa í íþróttum gegn körlum.

Kamala Harris „kommúnisti“ og íslam ekki samrýmanlegt íslenskum gildum

Þá útskýrði Saad af hverju hann lítur á Kamölu Harris sem „heiladauðan kommúnista“:
„Hún talar í sífellu um jöfnuð í útkomu en ekki tækifærum, sem er beint úr handbók kommúnismans. En eins og frægur fræðimaður sagði: ‘Frábær hugmynd – röng tegund.’ Þetta hentar maurum, ekki mönnum.“

Um íslam sagði Saad að hann geri skýran greinarmun á því að gagnrýna hugmyndafræði og að hata einstaklinga:
„Ég er vinur fleiri múslima en þessi blaðamaður mun nokkru sinni hitta. En það þýðir ekki að íslam sé samrýmanlegt íslenskum gildum. Ég er tilbúinn í rökræður um það við þennan blaðamann.“

Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing