„Geta þessir helvítis aumingjar ekki fundið sér vinnu?“

Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Spjallið með Frosta Logasyni ræðir Frosti við rithöfundinn Andra Snæ Magnason.

Andri Snær, sem fagnar 30 ára rithöfundarafmæli í ár, hefur skipað sér í fremstu röð íslenskra höfunda með bókum eins og Draumalandinu, Tímakistunni og Lovestar.

Auglýsing

Í þættinum fjallar hann um ritlistina, íslenskuna, listamannalaun og umhverfismál, en ekki síður um viðhorf samfélagsins til skapandi starfa.

„Ævistarf Gyrðis er stórkostlegt“

Í upphafi þáttar segir Andri að hann hafi orðið reiður yfir umræðu um listamenn sem „aumingja sem ættu að finna sér vinnu.“

„Það svíður mig svo að ævistarf sé glæpavætt,“ segir hann. „Ævistarf Gyrðis er bara stórkostlegt. Hann hefur notið stuðnings eiginlega allan tímann og þjóðin á að vera stolt af því að hafa búið til kerfi sem bjó þetta til.“

„Sumir eru á launum, aðrir ekki“

Frosti spyr hvort rétt sé að höfundar sem náð hafa árangri erlendis eigi áfram að fá listamannalaun.

„Það er bara mjög góð spurning,“ svarar Andri. „Sumir hafa hætt því og sumir eru minni. Ég er ekki á launum núna.“

Hann gagnrýnir tvöfeldni í umræðunni: „Sama manneskjan segir: ‘Þetta er hræðilegt, þetta ólæsi barna’ og á sama tíma: ‘Geta þessir aumingjar ekki fengið sér vinnu?’“

Vill tryggja stöðu barnabókahöfunda

Andri leggur til að íslenskt samfélag marki sér skýrt menningarlegt markmið:
„Að á hverjum tíma séu tíu manns í fullri vinnu við að búa til barnabækur. Það væri bara eðlilegt.“

Hann rifjar upp að þegar hann ræddi við erlendan útgefanda hafi viðbrögðin verið allt önnur:
„Ég sagði: ‘Þeir voru að skamma mig á Íslandi fyrir að hafa skrifað fimm bækur á 25 árum.’ Þá sögðu þeir bara: ‘Það er geggjað!’“

Lovestar hlaut verðlaun í Frakklandi

Andri minnir á að verk geti lifað lengi, jafnvel án þess að þau njóti viðurkenningar strax og þau koma út:
„Lovestar fékk verðlaun sem besta vísindaskáldsagan í Frakklandi 2016, fjórtán árum eftir að hún kom út á Íslandi.“

Hann segir það sýna að þolinmæði og menningarleg festa skili árangri.

„Þetta snertir eitthvað svart í þjóðarsálinni“

Andri gagnrýnir þá sem hæðast að umsóknum rithöfunda eða spyrja hvort þeir hafi unnið sér inn fyrir styrkjum:
„Það að blaðamaður geti lagt svona fram og það valdi svona taugatrillingi hjá ákveðnum hópi , þú ert að snerta eitthvað beyglu í þjóðarsálinni sem er eitthvað ofboðslega djúpt og svart.“

Helguvík, draumar og svindl

Frosti beinir samtalinu að Helguvík og spyr hvað hafi klikkað þar.

„Hann fékk ekki að keyra Tesluna sína nógu hratt,“ svarar Andri háðskur og bætir við að þar hafi eitthvað „mjög skrítið“ átt sér stað.

Frosti spyr hvort Andri sé harður loftslags- og dómsdagssinni.

„Nei, ég hef nefnilega ekki verið það,“ svarar Andri.

Frosti segir „loftslagshysteriuna“ vera framleidda af alþjóðastofnunum sem þurfi að skapa verkefni og sameiginlega vá:
„Þær þrífast á því að vera með eitthvað verkefni. Þetta hefur þróast þannig að það er gert allt of mikið úr þessu til að búa til einhvern loftslagisiðnað.“

Hann segir að þegar gögn séu skoðuð hlutlægt séu breytingarnar „ekkert óeðilegar til lengri tíma.“

Jötunsteinn og ádeilan á nútímann

Að lokum ræðir Andri nýjustu bók sína Jötunstein, sem blaðamaður myndi kalla ádeilu á bæði borgarskipulag og byggingarlist samtímans.

Bókin hefur þegar vakið mikla athygli og er talin ein kraftmesta skáldsaga hans til þessa.

Hægt er að sjá brot úr viðtalinu hér fyrir neðan en

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing