Grunsamleg söfnun sett af stað í fjölmennum Íslendingahóp – Reyndist vera svikamylla

Íbúar í Íslendingahópnum „Íslendingar á Spáni – Costa Blanca“ urðu undrandi þegar auglýsing um fjársöfnun fyrir hjón á eftirlaunum birtist á samfélagssíðunni.

Hjónin, sem búa á Spáni og lentu í því nýlega að bílnum þeirra, Toyota RAV4, var stolið, höfðu þó enga vitneskju um þessa söfnun, hvað þá samþykkt hana.

Auglýsing

Í auglýsingunni kom fram að tryggingafélagið TM hefði neitað að bæta tjónið og því væri verið að leita til almennings eftir fjárstuðningi til að bæta fólkinu bíltapið.

Söfnunin sem sett var af stað. En öll númer hafa verið fjarlægð

Stjórnendur hópsins sögðu þó málið grunsamlegt frá upphafi og í ljós kom að hjónin höfðu hvorki óskað eftir né samþykkt að nein slík söfnun færi fram.

Innlegg stjórnanda

„Við viljum ekki þessa söfnun“

Guðbrandur Jónatansson, sem sagður er eiga bílinn sem stolið var, brást harðlega við í athugasemd við færslu mannsins sem setti söfnunina af stað:
„Við erum ekki og viljum ekki að þú sért að safna fyrir okkur. Við höfum aldrei beðið þig um þetta og mun ég leggja fram kæru á þig ef þú heldur þessu áfram,“ sagði Guðbrandur.

Maðurinn sem um ræðir var ekki sáttur

 

Stjórnendur hópsins kölluðu söfnunina „þvílíka lágkúru“ og sögðu málið óásættanlegt.

Ljóst er að ekki verður liðið að söfnun sé auglýst í nafni fólks án þeirra samþykkis og er fólk beðið að vera á varðbergi gagnvart slíkum söfnunum.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing