Gunnar í Krossinum opnar sig um morðið á móður sinni: „Ég valdi að fyrirgefa“

Tók á móti morðingjanum með faðmlagi og fyrirgefningu – Segir lögreglumanninn Geir Jón Þórisson hafa verið fjölskyldunni stoð og stytta

Í nýlegum þætti að hlaðvarpinu Spjallið með Frosta Logasyni, ræddi Gunnar Þorsteinsson, fyrrverandi forstöðumaður Krossins, opinskátt um eina sársaukafyllstu reynslu sem hann hefur gengið í gegnum, morðið á móður sinni árið 1999, og hvernig hann tók þá ákvörðun að fyrirgefa morðingjanum.

„Ég kynni hann fyrir söfnuðinum og við biðjum fyrir honum. Auðvitað er það átakanlegt, en þetta snýst um að hreinsa hjarta sitt“

Auglýsing

„Ég minni þig á að móðir mín var myrt. Það var óhugnanlegt, svakalegt áfall. En ég tók þá ákvörðun að fyrirgefa þessum manni, morðingja móður minnar. Þú átt að fyrirgefa, annars verður þér ekki fyrirgefið,“ segir Gunnar í viðtalinu.

Fyrirgefning og faðmlag við morðingjann

Gunnar lýsir því hvernig hann valdi að bera ekki hatrið með sér heldur fyrirgefa, og að nokkrum árum síðar mætti morðinginn á samkomu sem Gunnar stýrði.

Þar fékk hann opinbera fyrirgefningu og stuðning.

„Ég kynni hann fyrir söfnuðinum og við biðjum fyrir honum. Auðvitað er það átakanlegt, en þetta snýst um að hreinsa hjarta sitt.“

Fjölmiðlar töldu morðið tengjast Gunnari

Í viðtalinu segir Gunnar að eitt það þyngsta hafi verið að fjölmiðlar töldu fyrst að morðið gæti tengst honum persónulega, að morðinginn hefði ætlað að ná sér niðri á honum.

Hann bað fjölmiðla um frið í eina viku til að syrgja áður en að þeim tíma loknum myndi hann halda blaðamannafund.

Þá kom í ljós að raunin var önnur.

„Þetta var bara random, þetta hafði ekkert með mig að gera og var handahófskennd árás. Það var lán í óláni að Geir Jón Þórisson var á vakt hjá lögreglunni. Hann kom heim til okkar og var með okkur alla nóttina.“

Fórnarlamb af handahófi

Gunnar segir að morðinginn hafi einfaldlega bankað á mismunandi íbúðir í stigagangi og ráðist á móður hans af handahófi.

Hún hafi verið rúmlega áttræð, verkjuð og nýverið sagt syni sínum að hún væri orðin þreytt á lífinu.

„Hún hafði lent í tveimur stórum slysum, var verkjuð og leið oft illa. Hún var nýbúin að segja mér að hún væri reiðubúin að fara.“

Hann vitnar meðal annars í Pál postula og segir okkur öll vera jafn háð náðinni.

„Við höfum öll hrasað. Við þurfum öll að koma af krossi Krists.“

Hægt er að sjá brot úr viðtalinu hér fyrir neðan en ef þú vilt sjá allan þáttinn geturðu tryggt þér áskrift að Brotkast.is hérna.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing