Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm 27. júní þar sem staðfest var með sex atkvæðum gegn þremur að foreldrar geti afþakkað kennslu með LGBTQ+ efni í opinberum skólum
Úrskurðurinn hefur þegar vakið sterk viðbrögð bæði meðal stuðningsmanna og andstæðinga.
Foreldrahópur úr Montgomery sýslu í Maryland, þar á meðal múslimar, kaþólikkar og meðlimir rétttrúnaðarkirkjunnar, höfðaði málið eftir að þeim var neitað um leyfi til að fjarlægja börn sín úr kennslu þar sem notast var við efni með samkynhneigðum og transfólki.
Foreldrarnir sögðu að stefna skólans bryti gegn trúfrelsi þeirra samkvæmt fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar.
Réttur foreldra tekinn fram yfir skólastefnu
Dómarinn Samuel Alito sagði að bækur með LGBTQ+ efni „óumdeilanlega miðli ákveðnu viðhorfi“ um samkynhneigð í hjónaböndum og kynvitund.
Hæstiréttur hafi um árabil viðurkennt rétt foreldra til að móta trúarlega uppeldi barna sinna.
Talsmaður samtakanna Becket Fund, Eric Baxter, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana „sögulegan sigur fyrir foreldra”:
„Börn ættu ekki að þurfa að taka þátt í umræðum um dragdrottningar, pride-göngur eða kynleiðréttingar án samþykkis foreldra sinna.“
Áhyggjur af áhrifum á skólamenningu og LGBTQ+ nemendur
Lögfræðingar ACLU segja að ákvörðunin geti haft „langtæk áhrif“ á getu almenningsskóla til að skapa fjölbreytt námsumhverfi.
Miguel Gonzalez, talsmaður National Education Association, sagði að með dómnum væri rétturinn „að skipta sér af daglegri ákvörðunartöku kennara um hvað má kenna og hvað nemendur læra.“
Hvað með bann við bókum?
Foreldrarnir í Maryland sögðust ekki vilja fjarlægja bækurnar sem nota átti í slíka kennslu úr skólunum, aðeins fá að hafa rödd um hvað börnum þeirra er kennt.
Höfundar bókanna „Uncle Bobby’s Wedding“, „Jacob’s Room to Choose“ og „Love, Violet“ fordæma úrskurðinn og segja að „öll börn þurfi að læra að lifa með fólki sem er ólíkt þeim sjálfum. Bækur geti kennt þeim umburðarlyndi og virðingu.“