Miklar deilur brutust út í kjölfar fundar Vorstjörnunnar í gærkvöldi, þar sem kona fullyrti í færslu á Rauða Þræðinum, fyrrum hópspjalli Sósíalista á Facebook, að hún hefði orðið fyrir líkamsárás á fundinum.
Hún sagðist hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og greindi frá því að hún hafi farið á bráðamóttöku og fengið áverkavottorð.
Í færslunni sagðist hún ætla að kæra málið til lögreglu og nefndi nafn manns sem hún fullyrti að hefði valdið áverkunum.
Fljótlega kom þó fram að viðkomandi var ekki viðstaddur fundinn, samkvæmt yfirlýsingu frá eiginkonu hans og öðrum í umræðunni.
Konan sagðist þá hafa fengið nafnið frá öðrum og væri tilbúin að leiðrétta það, en hélt því fram að árás hefði átt sér stað og að hún gæti lýst árásarmanninum.
Vitni ósammála um atburðarásina
Mörg vitni sem tjáðu sig á vettvangi samfélagsmiðla lýstu fundinum sem mjög fjölmennum og sögðu mikla mannþröng hafa verið.
Sumir töldu að ekki hefði átt sér stað nein líkamsárás, heldur einfaldlega verið um að ræða óviljandi snertingu í troðningi.
Önnur vitni lýstu hins vegar því að þau hafi heyrt hróp og tekið eftir að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað, þó ekki sé fullvíst hver beri ábyrgð.
Þrátt fyrir að því sé haldið fram að maðurinn hafi ekki verið á staðnum koma aðilar fram með ummæli og segjast hafa orðið vitni að atburðinum og að maðurinn hafi “rekist utan í konuna.”
Óskar Steinn Gestsson sem er stuðningsmaður yfirtökuhópsins segir einnig:
“það var mjög troðið og ómögulegt að vera þarna án þess að rekast í einhvern en svo lifa sumir fyrir dramatík og [konan] er þekkt fyrir dónaskap og ýkjur.“