Hildur Lilliendahl segir að best sé að lemja þá sem mótmæltu útlendingastefnu stjórnvalda

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir lýsir áhyggjum sínum af því sem hún kallar stigvaxandi útlendingaandúð og rasíska orðræðu á Íslandi.

Í færslu á Facebook greinir hún frá því hvernig hún varð vitni að viðbrögðum þriggja vinstrisinnaðra einstaklinga við umræðunni, með ólíkum hætti, og gagnrýnir þá þróun að sumir innan vinstrisins virðist vilja „skilja“ mótmælendur sem láta í ljós andúð á útlendingum.

Vitnar í þessa einstaklinga

Auglýsing

Fyrst nefnir Hildur hugleiðingu frá Sóleyju Tómasdóttur, sem hún segir sérfræðing í jafnréttismálum, sem varaði við því sem hún kallar „hundaflautupólitík“ Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, og bendir á hættuna af slíkri óbeinni hvatningu til útlendingaandúðar.

Næst vitnar Hildur í listamanninn Hugleik Dagsson, sem birti myndskop ásamt orðunum: „Reiðumst ekki rasistum. Þeir vilja reiði. Hlæjum að þeim.“

Hildur lýsir sig sammála Hugleiki og telur hæðni áhrifaríkari en reiði.

Síðasta dæmið sem Hildur nefnir er þáttur á Samstöðinni þar sem María Lilja Þrastardóttir Kemp stýrði umræðu við þrjá menningarrýna, þar á meðal Steinunni Gunnlaugsdóttur og Atla Bollason, sem lýstu vilja til að „hlusta“ á mótmælendur á Austurvelli.

Ekki reyna að skilja þá

Hildur segist ekki geta túlkað það á annan hátt en að þeir vilji „reyna að skilja“ mótmælendur, og fordæmir slíka afstöðu harðlega.

„Þetta er vinstrið að hundaflauta á öfgahægrið,“ skrifar hún og varar við því að vinstrisinnaðir einstaklingar reyni að ná til fylgismanna Trump, Musk, Peterson og annarra íhaldsmanna.

Hún segir slíka þróun „verulega skelfilega og ógnvekjandi.“

Í lok færslunnar nefnir Hildur þrjár aðferðir sem hún telur ásættanlegar til að takast á við þá sem hún kallar fasista, nasista og rasista: að hunsa þá, gera lítið úr þeim eða lemja þá, þó hún taki sérstaklega fram að hún mæli ekki bókstaflega með ofbeldi.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing