Prófessorinn og rithöfundurinn Dr. Gad Saad mun halda fyrirlestur í Hörpu mánudagskvöldið 2. júní kl. 19:30, í Silfurbergi.
Viðburðurinn er skipulagður af Gunnlaugi Jónssyni í samstarfi við hóp áhugasamra einstaklinga.
Harður talsmaður gegn „vók vírusnum“
Gad Saad hefur á síðustu árum verið í forystu í umræðum um menningarlegan og hugmyndafræðilegan klofning vestrænna samfélaga.
Hann hefur sérstaklega vakið athygli fyrir gagnrýni sína á það sem hann kallar „the woke mind virus“, hugmyndastrauma sem hann telur grafa undan gagnrýninni hugsun.
Elon Musk hefur lýst Saad sem einum af sínum uppáhalds hugsuðum og mælir eindregið með metsölubók hans The Parasitic Mind.
Kunnur Íslendingum
Saad er ekki ókunnur íslenskum hlustendum, hann hefur margoft komið fram í þætti Joe Rogan, og rekið eigið hlaðvarp, The Saad Truth, þar sem hann fjallar um þróunarfræðilegar skýringar á mannlegri hegðun, neytendamynstrum og hugmyndafræðilegum straumum samtímans.
Dr. Saad flúði Líbanon sem barn með foreldrum sínum og hefur síðan búið í Kanada, þar sem hann starfar við Concordia-háskóla í Montreal.
Hann er þessa dagana gestaprófessor við Northwood-háskóla í Michigan.
Hann vinnur nú að nýrri bók, Suicidal Empathy, þar sem hann fjallar um skaðlega útgáfu af því sem hann kallar yfirborðssamkennd.
Fyrirlesturinn í Hörpu veitir einstakt tækifæri til að kynnast hugsuði sem er jafn skarpur og hann er óhræddur við að fara gegn ríkjandi straumum.
Að loknum fyrirlestri mun Gunnlaugur Jónsson stýra spurningum og svörum úr sal.
Miðaverð: 14.500 kr.
Staður: Silfurberg, Harpa
Tími: Mánudagur 2. júní kl. 19:30
Miðasala: harpa.is/vidburdir/19369