Hómófóbía ≠ „Transfóbía“

Hómófóbía, eða hommahatur byggist á þeirri viðurkenningu að samkynhneigð sé til og að samkynhneigðar „athafnir“ eiga sér stað.

Sumir telja að samkynhneigð sé syndsamleg og/eða að hún sé ógeðsleg. Þannig að í tilviki samkynhneigðar efast fólk ekki um að samkynhneigð sé til, en sumir telja að hommar og lesbíur ættu að bæla niður samkynhneigða tilhneigingu sína og ekki stunda kynlíf með fólki af sama kyni.

Auglýsing

Í tilviki „trans“ þá eru það karlar og konur sem kalla annað fólk transfóbískt vegna þess að það fólk staðfestir ekki að það sé það sem það skilgreinir sjálft sig sem, eða segir sig vera.

Það drama sem tengist „trans“ er því helst fólgið í því að örhópur karla sem lýsa því einhliða yfir að þeir séu konur annars vegar og hins vegar konur sem segjast vera annaðhvort karlar eða eitthvað annað sem á sér ekki neina stoð í raunveruleikanum. Svo krefjast þessir örhópar þess að allt samfélagið viðurkenni að þau séu það sem það segist vera og lýsa einhliða yfir.

Við eigum öll að vera skyldug til þess að vera þáttakendur í huglægri sjálfsmynd þeirra og sjálfsskilningi.

„Tilvist“ þeirra og vellíðan er háð þáttöku allra annarra og að allt samfélagið aðlagist tungumálalegum, „læknisfræðilegum“ og öðrum kröfum þeirra.

Eins og gefur að skilja, þá eru þetta mjög ólíkir upphafspunktar. Samkynhneigðir þurfa ekki þáttöku annara í samkynhneigð sinni eða vera staðfestir eða viðurkenndir sem samkynhneigðir. Við krefjumst þess ekki að fólk komi öðruvísi fram við okkur eða að við fáum einhverja sérmeðferð. Við viljum vera hluti af samfélaginu. „Trans“ er huglægt fyrirbæri til að réttlæta tilraunir á viðkvæmum hópi fólks og barna. Hinsegin samtök á borð við Samtökin ’78, embætti, stjórnvöld og löggjafinn krefjast þess að allur almenningur/samfélagið tileinki sér umdeilda og óvísindalega hinsegin kynjasýn.

Hvað gæti farið úrskeiðis?

Hverjar gætu afleiðingarnar orðið?

Höfundur er formaður Samtakanna 22

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing