Íslenskur tölvuleikur vekur heimsathygli – Echoes of the End kemur út í sumar

Nýr íslenskur tölvuleikur, Echoes of the End, verður gefinn út síðar í sumar á PC og leikjatölvum, þar á meðal PlayStation 5.

Leikurinn er fyrsta stóra verkefni leikjaframleiðandans Myrkur Games, sem hefur aðsetur í Reykjavík.

Auglýsing

Kynningarmyndband leiksins hefur fengið frábærar viðtökur á YouTube, þar sem áhorfendur hrósa fyrirtækinu sérstaklega fyrir raunveruleg sýnihorn úr spilun leiksins, en mörg fyrirtæki forðast að sýna of mikið úr raunverulegri spilun leikja, sérstaklega ef þeir eru ekki tilbúnir.

„Einn af fáum leikjum sem sýna raunverulega spilun í tilkynningarmyndbandi. Virðing,“ skrifar notandi á YouTube – og hundruð taka undir.

Sögudrifinn leikur í heimi á barmi stríðs

Í Echoes of the End fylgja leikmenn hetjunni Ryn, öflugri konu með galdramátt sem leggur af stað til að bjarga bróður sínum.

Leikurinn er gefinn út af Deep Silver og keyrður á nýjustu Unreal Engine 5 tækni, sem gerir óháðum leikjaframleiðendum kleift að skila svokölluðum AAA gæðum í grafík.

Notendur á samfélagsmiðlum hafa líkt honum við Forspoken, Jedi: Survivor og jafnvel Hellblade 2, með norrænu og miðaldalegu ívafi.

Heiðarleikinn lofar góðu

Aðdáendur tölvuleikja hrósa Myrkur Games fyrir að sýna langa kafla úr spilun leiksins:

„Elskum hvað mikið af spilunarefni er sýnt í þessari tilkynningu. Mikið respect, mun klárlega styðja þetta verkefni,“ skrifar @Broseftoast.
„Þetta er það sem margir risar í bransanum geta ekki: að sýna leikinn sjálfan í kynningu,“ segir annar.

Myndbandið hefur nú þegar fengið yfir 200 þúsund áhorf og þúsundir viðbragða, bæði frá leikjaáhugafólki og fagfólki í greininni.

Vonir bundnar við íslenska tölvuleikjagerð

Myrkur Games hefur unnið að Echoes of the End árum saman og vonast til að koma Íslandi á kortið í alþjóðlegri tölvuleikjaframleiðslu.

Leikurinn verður fáanlegur á Playstation og PC.

Hægt er að bæta honum á óskalistann þinn nú þegar.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing