Karlmaður fluttur á sjúkrahús eftir árás leigubílstjóra af erlendum uppruna í Garðabæ

Lögregla og sjúkralið voru kölluð á vettvang í Garðabæ um klukkan tvö í dag eftir að karlmaður varð fyrir líkamsárás á bílastæði.

Það var Mannlíf sem sagði fyrst frá.

Auglýsing

Samkvæmt heimildum Mannlífs var það leigubílstjóri sem réðst á manninn eftir orðaskipti þeirra á milli og er haft eftir vitnum að maðurinn hafi verið af erlendum uppruna.

Vitni að atvikinu segja að átökin hafi blossað upp skyndilega þegar leigubílstjórinn varð æstur og réðist að fórnarlambinu með hnefana á lofti.

Árásin stóð yfir í um hálfa mínútu, þar sem maðurinn var sleginn í andlitið nokkrum sinnum áður en áhorfendur náðu að skakka leikinn.

Þeir kölluðu til lögreglu, en árásarmaðurinn flúði staðinn í merktum leigubíl áður en yfirvöld komu á vettvang að sögn Mannlífs.

Fórnarlambið var flutt af vettvangi með sjúkrabifreið og er líðan hans óljós að svo stöddu.

Sævar Guðmundsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að málið sé í rannsókn og ekki unnt að veita frekari upplýsingar að sinni.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing