NVIDIA hefur hafið framleiðslu á Blackwell flögum sínum í hátækniverksmiðjum TSMC í Phoenix, Arizona.
Samhliða því eru fyrirtækið og samstarfsaðilar að byggja tvær nýjar verksmiðjur til samsetningar og prófana á AI (gervigreindar) ofurtölvum í Houston með Foxconn og í Dallas með Wistron.
Áætlað er að fjöldaframleiðsla hefjist innan 12–15 mánaða.
Styrking innanlandsframleiðslu
Fyrirtækið áætlar að framleiða allt að 500 milljarða dollara virði af innviðum tengdum gervigreind innanlands á næstu fjórum árum.
Þetta felur í sér nánara samstarf við leiðandi aðila á sviði framleiðslu og pökkunar, þar á meðal TSMC, Foxconn, Wistron, Amkor og SPIL.
AI verksmiðjur framtíðarinnar
AI ofurtölvur NVIDIA eru miðpunktur nýrrar tegundar gagnavera sem eingöngu eru hönnuð til vinnslu gervigreindar, svokallaðra „AI verksmiðja“.
Á næstu árum er gert ráð fyrir að tugir slíkra verksmiðja rísi víðsvegar um heiminn, með verulegum efnahagslegum.
Sjálfvirkni og stafrænar eftirlíkingar
Við hönnun og rekstur nýju verksmiðjanna nýtir NVIDIA eigin hátæknilausnir.
Með NVIDIA Omniverse eru gerðar stafrænar eftirlíkingar verksmiðjanna og með NVIDIA Isaac GR00T eru þróuð sjálfvirk vélmenni sem sjá um stóran hluta framleiðslunnar.
Yfirlýsing forstjóra
„Vélar AI innviða heimsins eru nú í fyrsta sinn smíðaðar í Bandaríkjunum,“ sagði Jensen Huang, stofnandi og forstjóri NVIDIA.
„Með því að bæta við bandarískri framleiðslu getum við betur mætt sívaxandi eftirspurn, styrkt aðfangakeðjuna og stækkað dreifikerfi okkar.“