Í nýjum þætti hlaðvarpsins Fullorðins ræðir Páll Steingrímsson, skipstjóri sem var byrlað lífshættulegum skammti af svefnlyfjum árið 2021, nýjar upplýsingar sem hann segir varpa ljósi á aðkomu fjölmiðlafólks að málinu.
Mikið hefur verið fjallað um málið og hér er ein umfjöllun Nútímans um málið.
RÚV forðast svör um byrlunarmálið og ásakanir um afskipti fjölmiðlamanna
Alvarlegar ásakanir um siðferðisbrest og tengsl við RÚV
Páll lýsir því að ný gögn sem komu í hans hendur í mars 2025 hafi breytt sýn hans á málið.
Hann segist nú telja að það hafi verið sambönd og samskipti á milli fyrrverandi sambýliskonu hans (sem er sú sem byrlaði honum svefnlyfin) og starfsmanna RÚV áður en hann veiktist alvarlega.
„Ég tel bara að það sé alveg ljóst að það hafi verið komið á samband milli minnar fyrrverandi og starfsmanna RÚV áður en ég veikist.“
Páll segir jafnframt að málið einkennist af alvarlegum siðferðisbresti og að fleiri og fleiri brot hafi bæst við þegar málið er skoðað ítarlega.
„Það er allt að svona kristallast meira og meira.“
Fullyrðir að Helgi Seljan hafi átt aðild að málinu
Einn þeirra sem Páll nefnir sérstaklega er rannsóknarblaðamaðurinn Helgi Seljan.
Hann segir gögn sýna að fyrrverandi kona hans hafi hitt Helga nokkrum sinnum.
Páll sakar Helga um beina aðkomu að málinu og segir að fleiri starfsmenn RÚV hafi verið viðriðnir málið.
„Nú er alveg ljóst að Helgi Seljan á aðild að málinu.“
Funduðu á meðan hann lá á sjúkrahúsi
Í viðtalinu kemur fram að sími með næstum sama númeri og sá sem Páll notaði hafi verið keyptur fyrir hádegi 30. apríl 2021 og virkjaður eftir hádegi sama dag á RÚV.
Páll telur þetta vera vísbendingu um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í tengslum við samskipti og upplýsingaröflun.
Þá greinir hann frá fundi sem átti sér stað 5. maí 2021 þar sem fyrrverandi hans sótti símann sem áður hafði verið tekinn frá honum.
Hann segir að á þessum tíma hafi hann legið alvarlega veikur á sjúkrahúsi.
Á þessum fundi voru, samkvæmt Páli:
• Arnar Þórisson
• Þóra Arnarsdóttir
• Helgi Seljan
• og síðar bættist Rakel Þorbergsdóttir við fundinn.
„Bæði Þóra Arnarsdóttir og Helgi Seljan vissu að ég lægi á spítala,“ segir Páll.
Hvetur til að málið verði tekið alvarlega
Páll segist í þættinum ekki lengur geta litið fram hjá því sem áður virtist ótrúverðugt.
Hann segir að gögnin sem nú hafi komið fram styðji í raun verstu mögulegu atburðarás sem hann áður reyndi að afskrifa sem ólíklega.
Hægt er að horfa á brotið sem um ræðir í spilaranum hér fyrir neðan en ef þú vilt horfa á þáttinn í heild sinni geturðu tryggt þér áskrift að Brotkast.is hér.