Samtökin ’78 beita þrýstingi til að útiloka kvennasamtök – þingmaður varar við þróuninni

Kvennasamtökin Andrýmið á Akureyri, sem hafa síðustu misseri haldið vinsæl fræðslu- og handverksnámskeið í samstarfi við Amtsbókasafnið á Akureyri, standa nú frammi fyrir því að missa aðstöðu sína vegna þrýstings frá Samtökunum ’78.

Tilefnið eru samfélagsmiðlaummæli einstaklings úr hópnum, en ekki afstaða félagsins né opinber umræða innan starfsemi þess.

Andrýmið: Hlutlaus, friðsöm grasrót með rætur í fjölbreytni

Auglýsing

Andrýmið var stofnað árið 2024 af hópi kvenna, flestar með erlendan bakgrunn, sem sameinast um það að efla samfélagstengsl og hagnýta þekkingu í handverki, sjálfbærni og heilsueflingu.

Meðlimir hópsins hafa haldið opin námskeið um meðal annars súrdeigsbakstur, sauma, nudd, garðyrkju og notkun ilmkjarnaolía, með styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.

„Við viljum skapa ramma fyrir útlendinga á svæðinu til að komast inn í hópinn hérna,“ sagði Kristína Ösp Steinke, einn stofnenda, í viðtali við Akureyri.net. „Það er erfitt að komast inn í íslenskt samfélag.“

„Það að útiloka meðlim að kröfu þriðja aðila er þvert á markmið samtakanna um samfélagsmyndun.“

Starfsemin hefur verið haldin á stöðum eins og Amtsbókasafninu, Kjarnaskógi og Síðuskóla, og hefur ekki fjallað um kynjapólitík né hinsegin málefni.

Samtökin 78 þrýsta á Amtsbókasafnið

Í tölvupósti sem Kári Garðarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ’78, sendi Amtsbókasafninu þann 13. maí, segir hann:

„Forsvarsfólk Andrýmisins […] sýni af sér afar óviðeigandi ummæli um trans fólk og þá aðallega trans konur á opinberum samfélagsmiðlum sínum. […] Er það krafa Samtakanna ’78 að forsvarsfólk Amtsbókasafnsins taki föstum tökum á þeirri stöðu sem upp er komin.“

Daginn eftir barst Andrýminu formleg fyrirspurn frá Dagnýju Davíðsdóttur, verkefnastjóra hjá Amtsbókasafninu:

„Okkur hafa borist ábendingar um að stofnendur og skipuleggjendur viðburða hjá Andrýminu sýni af sér hatursorðræðu og afar óviðeigandi ummæli um trans fólk. […] Okkur langar að heyra hvernig þið bregðist við þessum ábendingum?“

Viðbrögð Andrýmisins: „Ekkert með starfsemina að gera“

Í formlegu svari til bókasafnsins hafnaði Andrými því alfarið að starfsemi hópsins tengdist umræddum ummælum:

„Við teljum mikilvægt að greina skýrt á milli persónulegra skoðana einstakra meðlima og formlegrar afstöðu eða starfsemi félagsins í heild. […] Slík nálgun er hvorki málefnaleg né í samræmi við lýðræðisleg vinnubrögð.“

„Ég lýsi efasemdum um að tjáning í eldfimum samfélagsmálum, þó harkaleg sé, sé lögmætur grundvöllur þess að almennir borgarar séu útilokaðir frá aðgangi að opinberri þjónustu“

Þá segir jafnframt:

„Það að útiloka meðlim að kröfu þriðja aðila er þvert á markmið samtakanna um samfélagsmyndun.“

Snorri Másson: „Tilraun til kúgunar með opinberum afleiðingum“

Þingmaðurinn Snorri Másson hefur stigið fram og tjáð sig opinberlega um málið. Í færslu á samfélagsmiðlum skrifar hann:

„Tölvupóstar sem ég hef undir höndum virðast sýna tilraunir framkvæmdastjóra Samtakanna 78 til að fá Akureyrarbæ til þess að takmarka aðgang einstaklings að opinberri þjónustu, sem hefur tjáð sig með ákveðnum hætti um kynjamál á netinu.“

Hann bætir við að umrædd samfélagsumræða, þó hvöss sé, sé ekki á neinn hátt hluti af starfi Andrýmisins.

Þá bendir hann á að Kristína Ösp Steinke, sem Samtökin vísa til, hafi ekki hlotið neina kæru eða dóm vegna hatursorðræðu.

„Að Samtökin 78 lýsi yfir óánægju með málflutninginn er vel skiljanlegt, en spurningin er hvenær opinberum aðilum skal blandað í ritdeilur á netinu?“

Snorri líkir þessari þróun við kúgunartilburði í Evrópu og Bandaríkjunum þar sem fólk er „meinað að tjá sínar skoðanir með atbeina dómstóla, útilokun frá opinberu lífi eða aðför að lífsviðurværi þess.“

„Ég lýsi efasemdum um að tjáning í eldfimum samfélagsmálum, þó harkaleg sé, sé lögmætur grundvöllur þess að almennir borgarar séu útilokaðir frá aðgangi að opinberri þjónustu,“ segir hann.

Mörk valds og málfrelsis

Samtökin ’78 hafa á bak við sig nær 100 milljóna króna árlegt ríkisframlag.

Að þau beiti stöðu sinni til að þrýsta á bæjarstofnun vegna persónulegrar skoðunaryfirlýsingar, sem ekki tengist starfsemi félagsins, er fordæmalaust og hefur vakið athygli innan þings og utan.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing