Sjúkraliði sem var sendur í leyfi eftir ásakanir um kynferðislega áreitni er kominn aftur til starfa á Landspítalanum

Sjúkraliði á Landspítalanum, sem var sendur í leyfi eftir ásakanir um ítrekaða kynferðislega áreitni gagnvart ungri konu á spítalanum, hefur nú snúið aftur til starfa.

Samskiptastjóri Landspítalans staðfestir þetta í svari við fyrirspurn Nútímans:
„Ég get staðfest að hann hóf störf aftur á spítalanum í lok sumars en hann er ekki í samskiptum við sjúklinga,“ segir í svari spítalans.

Starfsmenn ósáttir við endurkomuna

Auglýsing

Að sögn fjölmargra starfsmanna spítalans hefur endurkoma mannsins vakið mikla óánægju og reiði innan veggja stofnunarinnar.

Einn starfsmannanna segir:
„Ég veit að það eru karlkyns sjúkraliðar sem eru brjálaðir yfir því að hann sé kominn aftur.“

Annar bætir við:

„Það er fullt af starfsfólki sem hefur sagt að þetta eigi heima í fjölmiðlum því við erum brjáluð.“

Yfirmenn á spítalanum vissu af hegðuninni

Samkvæmt vitnisburði nokkurra starfsmanna og frásögn konunnar sem kvartaði, var hegðun mannsins lengi þekkt innan spítalans.

Ung kona segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni frá sjúkraliða á Landspítalanum – Hélt áfram að áreita hana eftir útskrift

Í samtali konunnar við deildarstjóra meltingar- og nýrnadeildar, þar sem atvikið átti sér stað, kom fram að fleiri konur hefðu áður kvartað yfir sama sjúkraliða.

Deildarstjórinn þrætti fyrir að kannast við slíka hegðun af hálfu starfsmannsins, sem er af erlendum uppruna, þar til blaðamaður spurði hana út í samtal þar sem hún viðurkenndi fyrir sjúklingnum sem kvartaði að hún kannaðist við hegðunina en sagði að „hinar konurnar hefðu bara sagt honum að hætta.“

„Þessi maður hefur stalkað mig frá því í nóvember 2023. Hann lætur mig ekki í friði“

Þá sagði hún samtalinu lokið og að hún vildi ekkert tjá sig frekar um málið.

Eftir að frétt Nútímans fór í loftið í mars, hringdi yfirmaður deildarstjórans í konuna, baðst innilega afsökunar og þakkaði henni fyrir að hafa komið málinu á framfæri.

Konan sem sagði frá kynferðislegu áreiti sjúkraliðans á Landspítalanum fékk símtal frá yfirmanni deildarstjórans

Fleiri starfsmenn spítalans höfðu samband í kjölfarið og staðfestu að þeir vissu hver maðurinn væri og að hegðun hans hefði verið „löngu þekkt innan spítalans.“

Upplifði ítrekaða kynferðislega áreitni

Kona sem greindist með bráða-nýrnabilun lýsti því að hún hefði orðið fyrir ítrekaðri og óumbeðinni kynferðislegri athygli frá sjúkraliðanum meðan hún lá inni á deild.

Hann hafi meðal annars daðrað við hana daglega, hrósað útliti hennar og snert hana með óviðeigandi hætti.

„Ég fraus. Mér fannst þetta virkilega óþægilegt og ég gat ekki sagt neitt,“ sagði hún í samtali við Nútímann.

Á síðasta degi dvalar sinnar hafi hann starft á ber brjóst hennar þegar hún var hálfnakin og tengd vökva í æð, án þess að bregðast við beiðni hennar um aðstoð.

„Ég sagði við hann: ‘Ætlar þú ekki að hjálpa mér?’ Þá varð hann mjög vandræðalegur en horfði samt áfram á mig,“ sagði hún.

Eftir útskrift hafi hann haldið áfram að hafa samband við hana á samfélagsmiðlum og stefnumótaforritum, sent henni skilaboð og boðið henni út.

Eitt af skilaboðunum sem konan fékk frá manninum

„Þessi maður hefur stalkað mig frá því í nóvember 2023. Hann lætur mig ekki í friði,“ sagði hún.

Nútíminn hafði samband við konuna til að fá viðbrögð hennar við endurkomu starfsmannsins á spítalann og sagðist hún í verulegu uppnámi yfir því að sami maður sé aftur kominn til starfa á spítalanum.

„Ef starfsmaður hefur gerst sekur um alvarlegt brot í starfi má víkja honum frá störfum þegar í stað“

„Af hverju er hann þarna enn?“ er líklega það eina birtingarhæfa sem konan sagði í samtali sínu við blaðamann.

Lög um opinbera starfsmenn gera uppsögn flókna

Nútíminn telur hugsanlega ástæðu þess að sjúkraliðinn sé kominn aftur til starfa tengist ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Samkvæmt 24. og 25. grein laganna verður að veita starfsmanni skriflega áminningu áður en honum er sagt upp, nema um alvarlegt brot sé að ræða.

Þó eru ákvæði þar sem atvik eru talin svo alvarleg að litið sé svo á að starfsmanni sé ekki stætt á að vinna þar áfram.

Í ákvæðinu í 25. grein segir:
„Ef starfsmaður hefur gerst sekur um alvarlegt brot í starfi má víkja honum frá störfum þegar í stað.“

Til þess þarf þó að sýna fram á að brotið sé svo alvarlegt að áminning hefði verið tilgangslaus og traust til starfsmannsins rofið, samkvæmt úrskurðum Umboðsmanns Alþingis (mál nr. 1533/1995, 4414/2005 og 9475/2017).

Þar sem ekki liggur fyrir kæra eða niðurstaða lögreglu í málinu kann uppsögn að hafa verið talin ólögmæt samkvæmt þessum lögum.

Samskiptastjóri Landspítalans svaraði ekki fyrirspurn Nútímans hvort búið væri að veita manninum áminningu.

Áður gagnrýnt hvernig Landspítalinn bregst við slíkum málum

Það er ekki í fyrsta sinn sem gagnrýni beinist að Landspítalanum vegna meðferðar á málum sem varða kynferðislega eða kynbundna áreitni.

Í frétt Heimildarinnar árið 2021 kom fram að bæði Félag sjúkrahússlækna og Félag almennra lækna hefðu sent stjórnendum spítalans sameiginlega ályktun þar sem þau hvöttu til endurskoðunar á verklagi í slíkum málum.

Í ályktuninni sagði meðal annars að „kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og ofbeldi viðgengist á Landspítala og öðrum vinnustöðum lækna.“

Þrátt fyrir að fagfélögin hafi formlega óskað viðbragða fékk hvorugt þeirra svar frá spítalanum.

Ljóst er að nokkur fjöldi starfsmanna er ósáttur við ákvörðun spítalans og krefst skýringa á því hvers vegna starfsmaður sem áður var sendur í leyfi vegna ítrekaðrar kynferðislegrar áreitni sé aftur kominn til starfa.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing