Skemmdarverk á Teslu-bifreiðum hafin á Íslandi – Þingmaður greip mann glóðvolgan

Jón Gnarr, þingmaður, segir frá undarlegu atviki sem átti sér stað aðfararnótt mánudags.

Hann var á gangi um hverfið sitt milli klukkan fjögur og fimm í svefnvana ástandi þegar hann varð var við óvenjulega uppákomu.

Auglýsing

„Ég tók eftir skuggalegum, vel klæddum ungum manni sem var að bauka aftan við bíl í götunni,“ skrifar Gnarr í færslu á samfélagsmiðlum.

Maðurinn vakti grunsemdir hans þar sem honum þótti heldur seint fyrir slíka iðju þó hann væri sjálfur á ferli.

Hann segir hafa íhugað að hringja í 112 en áður en hann náði því, hvarf maðurinn út í myrkrið.

Í morgun ákvað Jón að ganga aftur fram hjá bílnum og skoða málið nánar. Þá kom í ljós að um var að ræða Tesla-bifreið sem einhver hafði límt orðið „FASCIS“ fyrir framan T-ið í lógóinu aftan á bílnum.

Með þessu varð nafnið á bílnum að „FASCIST“.

Miki er um að fólk hafi skemmt bíla og hleðslustöðvar Tesla og fyrir stuttu voru mótmæli fyrir framan Tesla umboðið á Íslandi

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing