Öll skjöl um morðið á John F. Kennedy hafa nú verið gerð aðgengileg almenningi.
Með tilskipun forsetans nr. 14176 hefur Trump lagt áherslu á að „stöðug leynihöld og ritstýring upplýsinga um morðið á JFK sé ekki í samræmi við almannahagsmuni“ og að tími sé kominn til að gera þessi skjöl aðgengileg almenningi án þess að þau séu ritskoðuð á nokkurn hátt.
Tulsi Gabbard, yfirmaður Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (DNI), gaf í kjölfarið skipun um tafarlausa afhendingu allra óritskoðaðra gagna úr JFK-safninu til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna (NARA) til opinberrar birtingar.
Frá og með deginum í dag verða skjölin aðgengileg á netinu á archives.gov/jfk eða í eigin persónu í Þjóðskjalasafninu í College Park, Maryland.
Skjöl sem einungis hafa verið aðgengileg á pappír verða skönnuð og hýst á vefsíðunni á næstu dögum.
Tulsi Gabbard mun birta uppfærslur um ferlið á X og Truth Social en skjölin verða einnig aðgengileg á vefsíðu Hvíta hússins.
Þessi útgáfa felur í sér um 80.000 blaðsíður áður leynilegra skjala, nú birt án ritskoðunar.
Nútíminn mun auðvitað leggjast yfir skjölin en einhver tímin gæti liðið þar til búið er að fara yfir slíkt magn skjala!
Að auki verða skjöl, sem áður voru geymd vegna dómsúrskurða afhjúpuð í samstarfi við Dómsmálaráðuneytið.
Öll skjölin eru nú opin almenningi á: archives.gov/jfk
President Trump is ushering in a new era of maximum transparency. Today, per his direction, previously redacted JFK Assassination Files are being released to the public with no redactions. Promises made, promises kept. https://t.co/UnG1vkgxjX pic.twitter.com/XBbkQfz4Bx
— DNI Tulsi Gabbard (@DNIGabbard) March 18, 2025