Skotárás við höfuðstöðvar CIA – Átti sér stað örfáum klukkustundum eftir morð á starfsfólki ísraelska sendiráðsins

Skömmu eftir að tveir starfsmenn ísraelska sendiráðsins voru skotnir til bana í Washington D.C., varð öryggisvörður að skjóta á einstakling fyrir utan höfuðstöðvar CIA í Langley í Virginíu aðfaranótt fimmtudags.

Talsmaður CIA staðfesti að „öryggisbrestur“ hefði átt sér stað fyrir utan höfuðstöðvarnar, en vildi ekki gefa upp hvort einstaklingurinn hefði verið skotinn.

Auglýsing

Hann sagði þó að öryggisverðir hefðu „komið að einstakling“ við hliðið og að hann væri nú í haldi.

Samkvæmt heimildum NBC var enginn drepinn í skotárásinni. Atvikið átti sér stað um klukkan fjögur að morgni, að sögn talsmanns lögreglunnar í Fairfax við ABC News.

CIA birti færslu á samfélagsmiðlinum X þar sem aðalgangurinn að höfuðstöðvunum var sagður lokaður og starfsfólk beðið um að velja aðrar leiðir.

Morð á starfsmönnum ísraelska sendiráðsins vekja reiði

Kvöldið áður höfðu tveir starfsmenn ísraelska sendiráðsins í Washington verið skotnir til bana þegar þeir yfirgáfu viðburð í gyðingasafni í borginni.

Lögreglan hefur handtekið grunaðan mann, Elias Rodriguez, 31 árs gamlan mann frá Chicago, sem hrópaði „Free, free Palestine“ við handtökuna.

Fórnarlömbin voru Yaron Lischinsky, ísraelskur ríkisborgari, og Sarah Milgrim, bandarísk kona.

Donald Trump forseti fordæmdi árásina harðlega í færslu á samfélagsmiðlum: „Þessi hryllilegu morð í D.C., augljóslega byggð á gyðingahatri, verða að enda, NÚNA!“

Hann bætti við að hatursorðræða og öfgahyggja ættu ekki heima í Bandaríkjunum.

Það hefur ekki verið staðfest hvort þessi tvö atvik tengist með einhverjum hætti.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing