Ófremdarástand er í bænum Ballymena í Norður-Írlandi síðan mótmæli vegna kynferðisbrots gegn unglingsstúlku breyttust í kröftug mótmæli og óeirðir.
Árásin, sem tveir 14 ára rúmenskum innflytjendur eru ákærðir fyrir, hefur orðið neistinn í púðurtunnunni sem hefur verið að fyllast seinustu ár vegna mikilla samfélagslegra breytinga í landinu.
Tveir rúmenskir piltar, sem ekki tala ensku og þurftu túlk fyrir réttinum, voru ákærðir fyrir að hafa reynt að nauðga stúlkunni, sem ekki er nefnd á nafn.
Þeir eru ekki hælisleitendur, eins og færslur á samfélagsmiðlum héldu fram, heldur innflytjendur í landinu, en ekki er greint frá því hvort þeir séu löglegir eða ólöglegir þar.
293.000 innflytjendur inn í innan við 2 milljón manna samfélag
Síðan árið 2001 hafa rúmlega 293.000 innflytjendur flutt til Norður-Írlands en heildaríbúafjöldi landsins er rétt um 1,9 milljónir
Yfir 2.700 manns fengu svokallaða hælisþjónustu árið 2024 og að auki voru yfir 400 í hótelgistingu.
Það þýðir að þeir fá annaðhvort fullbúið húsnæði eða dvöl á hótelum á kostnað skattgreiðenda.
Á sama tíma voru um 20.000 manns skráðir sem heimilislausir í mars 2025 og af þeim fjölda eru rétt rúmlega 4.500 börn, en þetta fyrirkomulag hefur vakið mikla reiði almennings þegar svo margir innfæddir hafa ekki varanlegt þak yfir höfuðið og biðlistar eftir félagslegu húsnæði lengjast sífellt
Spenna magnast í skugga fátæktar og húsnæðisskorts
Um 19% íbúa Norður-Írlands lifa í fátækt og um 24% barna.
Í vesturhluta Belfast nær hlutfallið allt að þriðjungi í sumum hverfum.
Samhliða hefur innflytjendum fjölgað ört, sem veldur álagi á félags- og húsnæðiskerfi.
Margir segja það óbærilegt að horfa upp á fólk í neyð bíða árum saman eftir húsnæði, á meðan aðrir fá aðstoð strax eftir komu.
Atburðarásin í Ballymena
Meint árás á stúlkuna átti sér stað snemma í júní, og fór samstöðuvaka fljótt úr böndunum.
Lögregla varð fyrir grjótkasti og bensínsprengjuárásum, og 32 lögreglumenn hafa slasast.
„Þetta er ekki ný-nasismi, þetta er neyðarástand“
Þótt öfgahópar séu sagðir koma við sögu, lýsa margir íbúar þessu sem hápunkti langvarandi ástands sem byggst hefur upp árum saman. „
Þetta er ekki ný-nasismi, þetta er neyðarástand,“ sagði einn íbúi við bæjarblaðið Ballymena Chronicle.
„Við fáum ekki neitt, en þurfum á sama tíma að horfa upp á aðra fá allt upp í hendurnar.“