Starfsmenn Isavia treysta ekki einu sinni leigubílaþjónustu við eigin flugvöll: „Við treystum þessu ekki“

Sérfræðingur á Fjármála- og Mannauðssviði Isavia, gagnrýnir harðlega aðstæður við Keflavíkurflugvöll í færslu á samfélagsmiðlum.

Þar lýsir Sigurrós Guðrúnardóttir reynslu sinni og vinkonu hennar eftir að þær komu seint að kvöldi frá Spáni og reyndu að finna leigubíl heim.

Auglýsing

Það var aðgerðasinninn Taxý Hönter sem birti skjáskot af færslunni en svo virðist sem Sigurrós hafi deilt færslu hans.

„Þegar við komum út að aðalinnganginum voru aðeins ómerktir leigubílar þar, engir bílar frá Hreyfli, BSRB eða Aðalstöðinni. Ökumennirnir voru allir erlendir og töluðu ekki íslensku,“ skrifar hún.

Í stað þess að nýta þjónustuna á staðnum ákváðu þær að hringja í Hreyfil, sem sótti þær á öðrum hluta flugvallarins.

„Við, ljóskurnar, treystum þessu ekki,“ skrifar Sigurrós og segir að þar hafi fleiri Íslendingar verið í sömu stöðu, leitandi að öruggri og löglegri leigubílaþjónustu.

Hún bendir á að þetta ástand feli í sér víðtækt vandamál: „Við Íslendingar viljum geta treyst því að við séum að fara upp í löglegan, öruggan leigubíl. Við treystum ekki ómerktum bílum með ökumönnum sem tala hvorki íslensku né skýra ensku og sem gætu jafnvel okrað á fólki eða misnotað.“

Sigurrós spyr að lokum hvort ferðamenn séu líklegir til að treysta þjónustunni ef íbúar landsins sjálfir geri það ekki.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing