„Stórundarlegt að lögregla hafi ekkert gert í lyfjagáttarmálinu“

Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við háskólann í Osló og fyrrverandi starfsmaður hjá embætti landlæknis, gagnrýnir harðlega viðbrögð yfirvalda í lyfjagáttarmálinu svokallaða.

Í Spjallinu með Frosta Logasyni segir hún málið „stórundarlegt“ og óásættanlegt að lögregla hafi hætt rannsókn þar sem starfsmaður apóteks hafði flett upp viðkvæmum lyfjaupplýsingum með ólögmætum hætti.

Vítalía Lazareva nafngreind í tengslum við málið

Auglýsing

Umræddur starfsmaður var Vítalía Lazareva, sem síðar var kærð fyrir fjárkúgun gegn mönnum sem hún hafði flett upp í lyfjagáttinni.

Þrátt fyrir að Persónuvernd hafi sagt að viðkomandi hafi sést á upptökum úr öryggismyndavél, og að hún hafi í sumum tilvikum áframsent gögnin, lét lögreglan málið niður falla með þeim rökum að ekki hefði tekist að bera kennsl á gerandann.

Slakt eftirlit og ábyrgð landlæknis

Ingunn segir að þegar hún hóf störf hjá embætti landlæknis hafi strax komið í ljós að lyfjagagnagrunnurinn væri ekki áreiðanlegt eftirlitstæki.

Hún gagnrýnir einnig að apótek hafi ekki fengið í gegn að starfsmenn væru skráðir fyrir einstökum uppflettingum, heldur einungis lyfjaverslunin sjálf, sem gerði það að verkum að nær ómögulegt var að rekja hver hefði flett upp eða lekið upplýsingum.

Engin viðurlög þrátt fyrir stjórnsýslusektir

Í viðtalinu bendir Frosti Logason á að Persónuvernd hafi áður sektað stofnanir fyrir sambærileg brot en í þessu máli hafi engri refsingu verið beitt.

Ingunn staðfesti þó að embætti landlæknis hefði áður fengið 11–12 milljóna sekt vegna tímabundins aðgengis að viðkvæmum gögnum, en ekki í þessu máli, þrátt fyrir alvarleika þess.

„Mikill slappleiki“ af hálfu lögreglu

„Þá finnst manni nú alveg stórundarlegt og mikill slappleiki að geta ekki gert neitt meir í því,“ sagði Ingunn, og ítrekaði að um rekjanlegt og alvarlegt brot hefði verið að ræða.

Henni þótti sérstaklega undarlegt að engin úrvinnsla hefði átt sér stað þrátt fyrir að gögn, myndbandsupptökur og brot viðkomandi starfsmanns lægju fyrir.

Hægt er að sjá brot úr viðtalinu hér fyrir neðan en ef þú vilt sjá allan þáttinn geturðu tryggt þér áskrift að Brotkast.is hérna.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing