Strax búið að boða til næstu mótmæla gegn útlendingastefnu stjórnvalda

Sigfús Aðalsteinsson, sem stóð fyrir fjölmennum mótmælum á Austurvelli þann 31. maí gegn útlendingastefnu stjórnvalda, hefur boðað til annars mótmælafundar laugardaginn 14. júní.

Hann greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann gagnrýnir harðlega viðbrögð stjórnvalda við kröfum mótmælenda og sakar þau um að snúa baki við vilja þjóðarinnar.

Auglýsing

„Ríkisstjórnin hefur ekki nokkurn hug á að skoða okkar leiðir til að bjarga þessu blessaða landi okkar,“ segir Sigfús í færslunni.

Hann sakar ráðherra og þingmenn um óheiðarleika og vanmátt og nefnir sérstaklega Þorgerði og Kristrúnu Frostadóttur.

Sigfús segir Kristrúnu reyna að róa gagnrýnendur með orðum einum og Þorgerði beita „styrjaldaráróðri“.

Fjölmennt á fyrri mótmæli

Mótmælin 31. maí voru haldin á vegum samtakanna ‚Ísland þvert á flokka‘ og mættu um 1000 manns á Austurvöll.

Meðal ræðumanna voru Baldur Borgþórsson, Arndís Ósk Hauksdóttir prestur, Brynjar Barkarson tónlistarmaður og Margrét Friðriksdóttir.

Í ræðum var gagnrýnt að útlendingastefna stjórnvalda hafi breytt íslensku samfélagi til hins verra, með aukinni glæpatíðni og mismunun gagnvart íslenskum skattgreiðendum.

Einnig var fjallað um það að betri þjónusta sé veitt útlendingum en Íslendingum.

Á sama tíma reyndu samtökin No Borders að mótmæla mótmælunum en aðeins um 30 manns mættu á þeirra fund við Ingólfstorg.

Nokkrir reyndu að trufla fundinn á Austurvelli, en án mikils árangurs.

Nýi mótmælafundurinn fer, að sögn Sigfúsar, fram 14. júní og verður nánari dagskrá kynnt síðar.

Sigfús lýsir því yfir að þolinmæði hópsins sé á þrotum og að nú verði stjórnvöld að „finna fyrir okkur aftur.“

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing