Taxý Hönter fjarlægður af Keflavíkurflugvelli eftir að hafa afhjúpað svindl

Friðrik Einarsson, betur þekktur sem Taxý Hönter á samfélagsmiðlum, var fjarlægður af lögreglu frá Keflavíkurflugvelli eftir að hafa upplýst um ólögmæta háttsemi leigubílstjóra sem neituðu farþegum um akstur vegna þess að þeim þótti ferðin of stutt.

Stóð bílstjórana að svindli

Atvikið átti sér stað nýlega við komusal flugvallarins, þar sem Friðrik tók eftir því að nokkrum erlendum farþegum var hafnað af leigubílstjórum sem vildu ekki aka þeim þar sem leiðin var ekki nægilega löng til að “borga sig.”

Auglýsing

Slíkt er í andstöðu við lög og reglur um akstursþjónustu og jafnframt brot á réttindum farþega.

Í fyrstu neituðu bílstjórarnir allri sök, en breyttu frásögn sinni eftir að rætt var við farþegana sjálfa sem staðfestu að þeim hefði verið neitað um far.

Lögreglan mætir á svæðið – Til að vernda svindlarana

Lögreglan á Suðurnesjum kom á vettvang skömmu síðar.

Þrátt fyrir að Friðrik hafi lagt fram upplýsingar og vitni að meintum brotum, voru engin afskipti höfð af þeim bílstjórum sem brotið höfðu reglur.

Í stað þess var Friðrik sjálfur fjarlægður af svæðinu.

Engin formleg viðbrögð hafa komið frá Isavia eða Samgöngustofu vegna málsins.

Algjör þögn frá lögreglunni á Suðurnesjum

Blaðamaður reyndi að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum sem vildi ekkert tjá sig um málið og benti blaðamanni á að senda tölvupóst.

Lögreglunni var bent á að blaðamaður hefur nú sent þrjá tölvupósta vegna málsins og hefur engum þeirra verið svarað.

Þá benti lögregla á að starfsmenn vildu ekki vera truflaðir vegna málsins enda væru svo miklar annir hjá lögreglu að ekki gæfist tími til að ræða málið að svo stöddu.

Þegar beðið var um nafn til að senda fyrirspurn um málið eða hringja í var blaðamanni sagt að slíkt væri ekki mögulegt og að hann þyrfti að halda áfram að senda tölvupósta á embættið en ekki var hægt að lofa því að tölvupóstinum yrði svarað í þetta sinn.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing