Þýska stjórnin þurfti að éta orð sín á niðurlægjandi hátt í vikunni eftir að leynileg skýrsla um stjórnarandstöðuflokkinn Alternative für Deutschland (AfD) lak til fjölmiðla.
Í skýrslunni, sem átti að réttlæta þá aðgerð að flokkuaAfD sem „öfgahreyfingu“, reyndust engar sannanir vera um skipulagða glæpastarfsemi eða áform um valdarán, heldur einungis umdeildar skoðanir og þjóðernisleg orðræða sem nýtur lagalegrar verndar.
Fyrr í mánuðinum tilkynnti innanríkisráðuneytið og Sambandsstofnunin til verndar stjórnarskránni (BfV) að AfD væri nú formlega skilgreind sem öfgasamtök.
Það opnaði fyrir njósnir, hleranir og mögulegt bann á starfsemi flokksins.
En engin gögn voru birt almenningi, aðeins fréttatilkynning um 1.108 síðna skýrslu sem haldið var leyndri.
Skýrslunni lekið og málið féll samstundis
Á miðvikudag var skyndilega tilkynnt að AfD yrði í staðinn aðeins „undir grun“, sem heimilar áframhaldandi eftirlit en með mun strangari reglum.
Á sama tíma lak skýrslan í heild til fjölmiðla.
„Markmiðið er augljóslega að bæla niður gagnrýni á stefnu vinstristjórnarinnar í innflytjendamálum.“
Í ljós kom að helstu rök BfV gegn flokknum voru meðal annars þau að gagnrýni á Bill Gates væri gyðingahatur, vegna þess að Gates væri „túlkaður sem gyðingur“.
Þá var gagnrýni á George Soros einnig flokkuð sem gyðingahatur.
Slagorðið „Alice für Deutschland“ var sagt fela í sér dulbúin nasistaskilaboð.
Lögmaðurinn Joachim Steinhöfel, sem hefur sérhæft sig í málum um tjáningarfrelsi, sagði skýrsluna vera „pólitískt vopn“ og kallaði hana „árás á skoðanafrelsi að hætti Stasi“.
„Það eru vissulega mörg viðbjóðsleg ummæli í skýrslunni,“ sagði hann. „En þetta er í raun ekkert annað en safn tilvitnana, ekki neinar leynilegar upplýsingar eða sönnunargögn um glæpi.“
Ríkisvaldið misnotað?
Tímaritið Der Spiegel, sem er andsnúið AfD, greindi frá því að skýrslan innihéldi hundruð umdeildra yfirlýsinga, en viðurkenndi jafnframt að slíkir einstaklingar hefðu verið reknir úr flokknum og að ekkert benti til ofbeldis eða hryðjuverka sem tengdust flokknum.
Steinhöfel bendir á að ef ummæli ein og sér nægja til að stimpla flokk sem öfgahóp, þá ætti að rannsaka marga aðra þýska flokka, þar á meðal Græningja og SPD, sem hafi sýnt stuðning við öfgahópa.
„Markmiðið er augljóst,“ sagði hann. „Að bæla niður gagnrýni á stefnu vinstristjórnarinnar í innflytjendamálum.“
Málið hefur vakið mikla reiði meðal almennings, þar sem margir líta svo á að öryggisstofnanir ríkisins hafi verið notaðar til að grafa undan pólitískri andstöðu fyrir kosningar.
Germany’s spy agency claimed to have secret intelligence that the nation’s most popular political party was „extremist.“ It lied. It just had a list of things it found offensive, including criticism of Bill Gates, which it labeled anti-Semitic. It’s a „Stasi-like“ report. pic.twitter.com/RCesTgRqFG
— Michael Shellenberger (@shellenberger) May 16, 2025