Tilefnislaus hnífaárás ungmenna við Álfinn skelfir starfsfólk og íbúa í Breiðholti

Starfsfólk og gestir sportbarsins Álfsins í Efra-Breiðholti urðu fyrir fólskulegri árás ungmennagengis síðastliðinn sunnudag.
Atvikið átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn í Hólagarði þar sem ungmennin réðust skyndilega að gestum staðarins, meðal annars með hnífum.
Einn viðskiptavinur var stunginn í höndina.
Eigandi Álfsins, sem hefur rekið staðinn í sjö ár, segir að hópurinn sé vel þekktur í hverfinu og samanstendur af grunnskólabörnum af erlendum uppruna í Breiðholti.
Eigandinn telur árásina hafa verið skipulagða og lýsir djúpu óöryggi meðal starfsfólksins í kjölfar atviksins.
„Starfsfólki mínu líður ekki vel hérna eftir þetta. Við höfum aldrei lent í neinu þessu líku áður, en nú virðist þetta vera að magnast,“ segir hún.
Að hennar sögn mætti lögreglan fljótt á vettvang, sem betur fer.
Einn piltur hótaði að stinga fleiri, með lögreglumann við hlið sér.

„Við verðum að geta varið okkur“

Eigandi Álfsins segist ekki vilja gera málið að umræðu um þjóðerni, þó hópurinn sé af erlendum uppruna.
„Helmingur starfsfólksins hér er af erlendum uppruna og við höfum aldrei dæmt neinn eftir því. En þegar fólk hagar sér eins og hálfvitar, þá verðum við að grípa til aðgerða. Ég var klukkutíma að ná mér niður eftir þetta. Ég hélt að börn gætu ekki verið svona svakalega grimm. Það hlýtur þó að mega verja sig þegar svona kemur upp.“
Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing