Trump gagnrýnir bæði Ísrael og Íran harðlega: „They don’t know what the fuck they’re doing“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét í ljós mikla óánægju með framgöngu bæði Ísraels og Írans í nýlegum átökum milli ríkjanna.

Í viðtali sem birtist í morgun sakaði hann báða aðila um að hafa brotið vopnahléssamkomulag og lýsti vonbrigðum sínum með hvernig Ísrael brást við skömmu eftir að friðarsamkomulag var gert.

Auglýsing

„Íran braut það, en Ísrael braut það líka,“ sagði Trump. Hann sagði að Ísrael hefði farið offorsi strax eftir samkomulagið:

„Þeir vörpuðu sprengjuregni sem á varla nokkurn sinn líka, það mesta hingað til.“

Trump gagnrýndi Ísrael harðlega fyrir að bregðast svo fljótt og harkalega við: „Þegar ég segi: ‘Þið hafið tólf tíma,’ þá ferðu ekki beint út skýtur öllu sem þú átt á andstæðinginn.“

Hann bætti við að hann væri hvorki sáttur við Ísrael né Íran, en að hann væri sérstaklega ósáttur við Ísrael fyrir að ráðast til atlögu af fullum krafti vegna einnar eldflaugar sem mögulega hefði verið skotið óvart og ekki einu sinni hæft neitt.

„Við erum í raun með tvö lönd sem hafa barist svo lengi og svo harkalega að þau vita ekki hvað í fjandanum þau eru að gera,“ sagði Trump reiðilega að lokum.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing