Freyja Sofie, ung íslensk stúlka og notandi á samfélagsmiðlinum TikTok, birti á dögunum myndband af óhugnanlegri reynslu sinni í miðborg Reykjavíkur þar sem hún var elt af ókunnugum erlendum manni sem síendurtekið reyndi að hefja samtal við hana þvert gegn vilja hennar.
Í myndbandinu, sem hefur vakið athygli og viðbrögð á samfélagsmiðlum, má heyra rödd mannsins á meðan Freyja gengur í átt að versluninni 10/11. Þar kemur fram að hún hafi byrjað að taka upp þegar hún áttaði sig á því að maðurinn væri að fylgja henni.
Texti sem birtist á skjánum segir: „Byrjaði að taka video þegar ég fattaði að hann væri að elta mig“.
Í upptökunni má heyra manninn spyrja:
„Sorry. Hmm. What’s your name?“
Freyja svarar: „Why?“
Maðurinn heldur áfram: „’Cause you are nice woman.“
Freyja: „I don’t know you. I’m sorry.“
Þrátt fyrir höfnun heldur maðurinn áfram og ítrekar að hann hafi aðeins „eina spurningu“. Þegar Freyja spyr hvað hann vilji, svarar hann: „It’s no problem.“
Hann heldur áfram að þrýsta á hana og spyr að lokum: „How old are you honey?“
Þá bregst Freyja við: „What the fuck?“ og gengur inn í verslunina 10/11.
Beið eftir henni fyrir utan
Þegar hún kemur aftur út, bíður maðurinn enn fyrir utan.
Hún skrifar á skjáinn: „hann elti mig að 10/11 og bíður eftir mér fyrir utan“.
Viðræður halda áfram:
Maðurinn: „I just have one question.“
Freyja: „What do you want?“
Maðurinn: „How old are you?“
Freyja: „Are you like waiting for me? What the fuck do you want?“
Hann spyr: „Are you nervous?“
Freyja svarar:
„Nervous? I’m not nervous. There’s a man speaking to me and I told him not to talk to me. And now you’re waiting outside when I’m in the store.“
Maðurinn heldur áfram að reyna samskipti og segir: „I look at you, you look nice.“
Freyja svarar:
„You don’t know me? I don’t know you. Leave me alone. Are you like fucking following me?“
Hann: „I want to look at you.“
Freyja:
„Don’t look. What the fuck is your problem? Don’t do that shit. What the fuck is wrong with you?“
Að hennar sögn gengur hann þá að henni „með hendurnar úti eins og hann ætli að knúsa mig“.
Í lok myndbandsins skrifar hún:
„Thank god að ég var ekki full og með fulla meðvitund. Passið ykkur downtown please.“
@freyjasofie♬ original sound – Freyja sofie