Unglingsstúlka í Svíþjóð bað um hjálp eftir fall á rafhlaupahjóli en var í staðinn dregin inn í skóg og misnotuð

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar alvarlegt kynferðisbrot gegn unglingsstúlku sem átti sér stað í Vallentuna aðfararnótt sunnudags.

Samkvæmt heimildum Aftonbladet féll stúlkan af rafhlaupahjóli sínu og gat ekki haldið ferð sinni áfram.

Auglýsing

Hún bað þrjá ókunnuga menn sem áttu leið framhjá um aðstoð.

Í stað þess að hjálpa henni segir að mennirnir hafi dregið stúlkuna inn í nálægan skóg þar sem þeir beittu hana grófu kynferðisofbeldi.

Atvikið á að hafa átt sér stað að næturlagi og lögregla brást hratt við og lokaði stóru svæði við íbúðahverfið og leitaði með hjálp sporahunda.

„Ég get ekki tjáð mig um þetta að svo stöddu. Það ríkir þagnarskylda vegna rannsóknarinnar og aldurs stúlkunnar,“ sagði Sylvia Oldin, lögreglufulltrúi, við Aftonbladet á sunnudag.

Enginn hefur verið handtekinn í málinu og heldur lögregla áfram að rannsaka árásina.

Upplýsingar um meinta gerendur hafa ekki verið birtar opinberlega.

Rannsóknin er í fullum gangi og hefur vakið mikla reiði og óhug í samfélaginu.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing