Þýskaland glímir nú við vaxandi vandamál tengt kynferðisofbeldi í almenningssundlaugum í kjölfar hitabylgna sem gengið hafa yfir landið og orðið til þess að mikill fjöldi sækir almenningssundlaugar.
Í héraðinu Hessen einu saman voru skráð 74 kynferðisbrot gegn börnum í sundlaugum árið 2024, brot sem fyrir aðeins áratug voru nær óþekkt.
Tilkynning slíkra brota hefur farið hratt fjölgandi síðan þá en átta stúlkur urðu fyrir kynferðislegri árás á einum degi í sömu sundlauginni sunnudaginn 29.júní síðastliðinn, en þær voru á aldrinum 11-16 ára.
Um 60% grunaðra eru sagðir ekki fæddir í Þýskalandi, en aðrir sagðir vera „með þýskan ríkisborgararétt“ samkvæmt opinberum Bild.de.
Stúlkur á aldrinum 11–17 ára báðu um hjálp en var vísað frá
Í nýlegu máli frá Gelnhausen gáfu níu stúlkur, á aldrinum 11-17 ára, sig fram við starfsfólk sundlaugaog kvörtuðu yfir því að menn væru að káfa á þeim í sundlauginni.
Starfsmenn sendu þær aftur út í laugina án þess að aðhafast nokkuð þar sem þeir sögðu ekki hægt að staðfesta hvað hefði gerst.
Fleiri fórnarlömb komu fram síðar, og þá var loks haft samband við lögreglu.
Bent á hælisleitendur en vitni þögðu af ótta við rasismastimpil
Móðir einnar stúlkunnar sakaði starfsfólk um aðgerðaleysi og annan mann sem varð vitni að áreitinu, um að hafa ekki þorað að blanda sér í málið, mögulega af ótta við að verða sökuð um kynþáttafordóma, þar sem þeir fjórir sem grunaðir eru um áreitið eru sýrlenskir hælisleitendur.
Gagnrýni á fræðsluskilti og furðuleg viðbrögð yfirvalda
Yfirvöld í Köln hafa sætt harðri gagnrýni eftir að fræðsluskilti gegn kynferðislegu áreiti var sett upp um alla borg en myndin er af ljóshærðum þýskum manni að káfa á dökkri konu.
Margir telja það gefa þveröfuga mynd af aðstæðum.
Enn meiri furðu vakti yfirlýsing Peters Harshheim, formanns þýska sundlaugasambandsins, sem kenndi sólinni um hegðun brotamanna:
„Margir missa stjórn þegar sólin skín á heilann á þeim.“
Embættismaður vill banna hælisleitendum aðgang að sundlaugum
Manuel Ostermann, háttsettur embættismaður innan þýsku lögreglusamtakanna, segir ástandið orðið það slæmt að hann kalli nú eftir algeru banni á að hælisleitendur fái aðgang að almenningssundlaugum.
Bærinn Bornheim þurfti að grípa til slíkra aðgerða árið 2016 eftir að fjöldi kvenna kvartaði undan kynferðislegri áreitni hælisleitenda.
Ástæðuna segir hann að menningarmunur sé of mikill til að hægt sé að tryggja öryggi stúlkna og kvenna en sé slíkt ekki hægt er ekki hægt að hafa laugarnar opnar.
Káfað á tólf ára stúlku og henni næstum drekkt
Í öðrum nýlegum atburði í borginni Hof eru tveir sýrlenskir menn, 18 og 20 ára, grunaðir um að hafa káfað á 12 ára stúlku og síðan haldið höfði hennar ofan í lauginni þar til blóð lak úr nefi hennar.
Enn er óljóst hvort embættismenn munu reyna að skýra þá hegðun með veðurfari.