Lögreglan telur málið tengt vaxandi ofbeldi gegn fólki úr stafrænum fjármálaheimi.
Rannsókn stendur nú yfir í París eftir að þrír vopnaðir og grímuklæddir menn gerðu árás um hábjartan dag og reyndu að ræna 34 ára konu og tveggja ára dóttur hennar.
Konan er dóttir þekkts frumkvöðuls í heimi rafmynta, samkvæmt fréttum Le Parisien.
Atvikið náðist á myndband, þar sem sést hvernig árásarmennirnir stökkva út úr sendibíl og ráðast á konuna og barn hennar.
Faðir barnsins veitti árásarmönnunum öflugt viðnám og tókst að koma í veg fyrir að þau yrðu numin á brott.
Árásarmennirnir flúðu af vettvangi og yfirgáfu sendibílinn skömmu síðar í nærliggjandi götu.
Vitni sögðu að mikil læti hafi verið á vettvangi og „blóð alls staðar“, samkvæmt lögreglu.
Rafmynta auðkýfingar að verða vinsæl skotmörk
Málið er það þriðja sinnar tegundar í Frakklandi á árinu.
Í janúar var David Balland, meðstofnandi Ledger, numinn á brott ásamt maka sínum og pyntaður.
Mannræningjarnir kröfðust þess að fá 10 milljónir evra í lausnargjald og skáru af honum fingur.
Fyrr í þessum mánuði var föður annars rafmynta auðjöfurs rænt í Parísar og krafist 5–7 milljóna evra lausnargjalds.
Lögreglan telur að skipulögð glæpastarfsemi beinist í auknum mæli gegn einstaklingum með mikil stafræn eignasöfn.