Aldrei fór ég suður 2020

Hin árlega tónlistarhátíð Aldrei fór ég suður fer fram á Ísafirði um páskana, dagana 10. og 11. apríl. Þetta kemur fram á vef Rúv

Þau sem fram koma á stóra sviðinu eru Moses Hightower, Kælan mikla, Bríet, Auður, K.óla, Mugison, GDRN, Hermigervill, Vök, Hipsumhaps, Kontinuum, sigursveit Músiktilrauna, Helgi Björnsson, Between Mountains, önfirska hljómsveitin Æfing og ísfirska hljómsveitin ÝR.

Í kynningarmyndbandi sem hátíðin birtir í dag má sjá ýmsa íbúa Ísafjarðarbæjar við sín daglegu störf, þar með talin sóknarprestinn, heilbrigðisstarfsfólk, lögregluna, hafnarstjóra og fleiri.

Aldrei fór ég suður er tónlistarhátíð fyrir alla fjölskylduna og einn af stærstu viðburðum Skíðaviku Ísfirðinga. Hún var fyrst haldin árið 2004 og er þekkt fyrir sína fjölbreyttu dagskrá. Frítt er inn fyrir alla fjölskylduna.

Auglýsing

læk

Instagram