Allir starfsmenn barnaskóla Hjallastefnunnar í sóttkví

Starfsmaður barnaskóla Hjallstefnunnar hefur verið greindur með kórónuveiruna. Allt starfsfólk skólans er nú komið í sóttkví.

„Já því miður þá get ég staðfest þetta að kenn­ari hjá okk­ur greind­ist með kór­ónu­veiruna. Miðað við að ekki var búið að taka upp aft­ur regl­urn­ar varðandi hólfa­skipt­ing­una og það er eins metra regla milli starfs­fólks í skól­um þá var ekki stætt á öðru en að það fari all­ir í sótt­kví,“ seg­ir Þór­dís Jóna Sig­urðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Hjalla­stefn­unn­ar, í sam­tali við mbl.is

Skólasetning var í gær, föstudaginn 21. ágúst og kennarinn sem greindist var ekki viðstaddur hana. Því þykir ekki ástæða til að senda nemendur eða foreldra í sóttkví. Reiknað er með að hægt verði að hefja starfsemi skólans að nýju 7. september.

Auglýsing

læk

Instagram